Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Af hverju eru svona fáir með hjálma? Dagbók frá Kaupmannahöfn VI.

Ill­ugi Jök­uls­son hjól­ar um Kaup­manna­höfn og furð­ar sig á því hve fá­ir eru með hjálma.

Af hverju eru svona fáir með hjálma? Dagbók frá Kaupmannahöfn VI.
Ungur íslenskur piltur skoðar hjólamenningu Dana. Af hverju eru þær ekki með hjálm?

Það er einstaklega gaman að hjóla um Kaupmannahöfn. Það er eitthvað verulega siðmenntað við hvað Danir treysta mikið á hjólin sín.

Ein ábending til Íslendinga sem fara að hjóla hér um götur: Passið ykkur á hjólastígunum að hjóla á jöfnum hraða og halda sem beinastri stefnu.

Ekki góna of mikið í kringum sig, því þá fer maður ósjálfrátt að sveigja svolítið til og frá á hjólabrautinni.

Það er allt í lagi í Reykjavík þar sem fáir eru úti að hjóla.

En í Kaupmannahöfn er alltaf einhver rétt á eftir manni á hjólabrautinni eða um það bil að smjúga fram úr.

Með því að sveigja jafnvel bara svolítið til á brautinni, þá veldur maður hættu.

Það hafa nokkrir hreytt í mig ónotum nú þegar þar sem ég er á ferð á appelsínugula hjólinu, en ég er að læra!

En einu furða ég mig á.

Hér hjóla tugþúsundir um á hverjum degi og ég efast um að meira en svona 3-5 prósent séu með hjálma.

Maður skyldi ætla að í háþróuðu hjólasamfélagi væru allir löngu komnir með hjálma ef þeir væru jafn gagnlegir og okkur er sagt.

Er kannski ekkert gagn í þeim? Af hverju nota svo fáir Dana hjálm?

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dagbók frá Kaupmannahöfn

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár