Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Af hverju eru svona fáir með hjálma? Dagbók frá Kaupmannahöfn VI.

Ill­ugi Jök­uls­son hjól­ar um Kaup­manna­höfn og furð­ar sig á því hve fá­ir eru með hjálma.

Af hverju eru svona fáir með hjálma? Dagbók frá Kaupmannahöfn VI.
Ungur íslenskur piltur skoðar hjólamenningu Dana. Af hverju eru þær ekki með hjálm?

Það er einstaklega gaman að hjóla um Kaupmannahöfn. Það er eitthvað verulega siðmenntað við hvað Danir treysta mikið á hjólin sín.

Ein ábending til Íslendinga sem fara að hjóla hér um götur: Passið ykkur á hjólastígunum að hjóla á jöfnum hraða og halda sem beinastri stefnu.

Ekki góna of mikið í kringum sig, því þá fer maður ósjálfrátt að sveigja svolítið til og frá á hjólabrautinni.

Það er allt í lagi í Reykjavík þar sem fáir eru úti að hjóla.

En í Kaupmannahöfn er alltaf einhver rétt á eftir manni á hjólabrautinni eða um það bil að smjúga fram úr.

Með því að sveigja jafnvel bara svolítið til á brautinni, þá veldur maður hættu.

Það hafa nokkrir hreytt í mig ónotum nú þegar þar sem ég er á ferð á appelsínugula hjólinu, en ég er að læra!

En einu furða ég mig á.

Hér hjóla tugþúsundir um á hverjum degi og ég efast um að meira en svona 3-5 prósent séu með hjálma.

Maður skyldi ætla að í háþróuðu hjólasamfélagi væru allir löngu komnir með hjálma ef þeir væru jafn gagnlegir og okkur er sagt.

Er kannski ekkert gagn í þeim? Af hverju nota svo fáir Dana hjálm?

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dagbók frá Kaupmannahöfn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár