Það er einstaklega gaman að hjóla um Kaupmannahöfn. Það er eitthvað verulega siðmenntað við hvað Danir treysta mikið á hjólin sín.
Ein ábending til Íslendinga sem fara að hjóla hér um götur: Passið ykkur á hjólastígunum að hjóla á jöfnum hraða og halda sem beinastri stefnu.
Ekki góna of mikið í kringum sig, því þá fer maður ósjálfrátt að sveigja svolítið til og frá á hjólabrautinni.
Það er allt í lagi í Reykjavík þar sem fáir eru úti að hjóla.
En í Kaupmannahöfn er alltaf einhver rétt á eftir manni á hjólabrautinni eða um það bil að smjúga fram úr.
Með því að sveigja jafnvel bara svolítið til á brautinni, þá veldur maður hættu.
Það hafa nokkrir hreytt í mig ónotum nú þegar þar sem ég er á ferð á appelsínugula hjólinu, en ég er að læra!
En einu furða ég mig á.
Hér hjóla tugþúsundir um á hverjum degi og ég efast um að meira en svona 3-5 prósent séu með hjálma.
Maður skyldi ætla að í háþróuðu hjólasamfélagi væru allir löngu komnir með hjálma ef þeir væru jafn gagnlegir og okkur er sagt.
Er kannski ekkert gagn í þeim? Af hverju nota svo fáir Dana hjálm?
Athugasemdir