„Ef þessu hefði verið öfugt farið og ég verið ranglega sakaður um að hafa beitt barnið hans ofbeldi, þá hefði ég klárlega haft samband við hann og sagt honum að þetta væri ekki svona. Mér hefði liðið það illa gagnvart vini mínum. En hann hefur aldrei haft samband við mig,“ segir Sindri Kristjánsson, faðir litla drengsins sem Kaj Anton Arnarsson var dæmdur fyrir að beita hrottalegu ofbeldi í október 2015, en Sindri og Kaj þekktust frá fornu fari.
Kaj, sem hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu, steig fram í viðtali hjá DV í síðasta mánuði þar sem hann sagði meðal annars að engar sannanir væru fyrir því að hann hafi lamið „eitthvert barn“. Hann væri á leið með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, margt væri enn ósagt og að hans hlið hafi aldrei komið fram.
Sindri segir ekkert annað koma til greina en að Kaj hafi valdið áverkum barnsins, sem læknir …
Athugasemdir