„Manni líður eins og glæpamanni að hafa orðið fyrir nauðgun. Það má ekki tala um það, en svo var fólk að tala um alls konar áföll sem það hafði orðið fyrir, eins og að lenda í bílslysi. En nauðgun er ekkert öðruvísi, þetta var ekki mér að kenna, ég varð fyrir ofbeldinu, en ég mátti ekki tala um það,“ segir Anna Bentína Hermansen, ráðgjafi hjá Stígamótum, um reynslu sína af meðferð SÁÁ, þar sem hún var beðin um að ræða ekki um kynferðisofbeldi og önnur áföll sín, þrátt fyrir að þau væru samofin þeim sálræna vanda sem hún var að vinna úr.
Fjöldi kvenna hefur sagt sögu sína í Facebook-hópnum Aktivismi gegn nauðgunarmenningu eftir að forsíðugrein Stundarinnar kom út um reynslu kvenna af kynjamisrétti og áreitni á meðferðarstofnunum SÁÁ. Anna Bentína, sem hefur reynslu af meðferð hjá SÁÁ og svo ráðgjafarstarfi fyrir Stígamót, er ein þeirra sem hafa deilt reynslu …
Athugasemdir