Fyrrverandi stjóri NATO: Tímabært að hætta að smjaðra fyrir Trump

Það eina sem Trump virð­ir er afl, styrk­ur og ein­ing, seg­ir And­ers Fogh Rasmus­sen.

Fyrrverandi stjóri NATO: Tímabært að hætta að smjaðra fyrir Trump
Anders Fogh Rasmussen Var formaður danska hægri flokksins Venstre og sat sem forsætisráðherra 2001 til 2009, áður en hann varð framkvæmdastjóri NATO til 2014. Mynd: AFP

NATO stendur frammi fyrir stærstu kreppu í sögu sinni vegna hótana Donalds Trump um Grænland og tími „smjaðurs“ fyrir bandaríska leiðtoganum er liðinn, sagði Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi yfirmaður bandalagsins, við AFP á þriðjudag.

„Þetta er ekki aðeins kreppa fyrir NATO, þetta er kreppa fyrir allt Atlantshafssamfélagið og áskorun fyrir heimsskipanina eins og við höfum þekkt hana frá síðari heimsstyrjöld,“ sagði hann í viðtali á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos.

„Það er framtíð NATO og framtíð heimsskipanarinnar sem er í húfi.“

Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur sem leiddi NATO frá 2009 til 2014, hvatti núverandi yfirmann bandalagsins, Mark Rutte, og aðra evrópska leiðtoga til að taka harðari afstöðu gagnvart Bandaríkjaforseta eftir að hann hótaði þeim ríkjum tollum sem styddu ekki yfirtöku hans á Grænlandi.

„Við verðum að breyta um stefnu og átta okkur á því að það eina sem Trump virðir er afl, styrkur og eining,“ sagði Rasmussen.

„Það er nákvæmlega það sem Evrópa ætti að sýna. Tími smjaðursins er liðinn. Nú er nóg komið.“

Ummæli Rasmussens koma á sama tíma og evrópskir leiðtogar – þar á meðal Rutte – búa sig undir fundi með Trump í Davos til að reyna að telja hann ofan af áformum sínum.

Rasmussen fullyrti að enn væri hægt að „laga“ núverandi kreppu sem skekur NATO og að bandalagið gæti komið sterkara út á norðurslóðum.

En hann sagði að aðgerðir Trumps hefðu þegar skapað „hugrænt rof“ milli stjórnvalda í Washington og langvarandi bandamanna þeirra í Evrópu, sem Rússland og Kína hagnist á.

„Þetta er ný staða sem er ólík öllum öðrum deilum sem við höfum séð í sögu NATO,“ sagði hann.

„Ef Trump myndi ráðast á Grænland og beita hernaðaraðgerðum gegn Grænlandi, myndi það í raun þýða endalok NATO.“

Trump dragi athyglina frá Úkraínu

Rasmussen, 72 ára, sagði að Grænlandsmálið væri orðið „fjöldatruflunarvopn“ eða „weapon of mass distraction“ fyrir Trump sem drægi athyglina frá stríði Rússlands í Úkraínu.

„Allir eru nú að tala um Grænland, sem er ekki raunveruleg ógn við öryggi Norður-Atlantshafsins,“ sagði hann.

„Árás Rússlands á Úkraínu er raunverulega ógnin og ekki ætti að draga athyglina frá þessari raunverulegu ógn.“

Fyrrverandi danski forsætisráðherrann, sem leiddi land sitt frá 2001 til 2009, sagði að nú þyrfti að eiga „uppbyggilegar viðræður“ við Bandaríkin um Grænland.

Hann sagði að danska og bandaríska ríkisstjórnin gætu uppfært samning sinn frá 1951 um staðsetningu hersveita á Grænlandi, opnað landsvæðið fyrir bandarískum fyrirtækjum til námuvinnslu og samþykkt að halda Rússlandi og Kína frá.

En það væri ekki hægt að gefa neitt eftir í grundvallarspurningunni um að láta landsvæði af hendi til Trumps.

„Við getum orðið við öllum óskum hans, nema einni,“ sagði Rasmussen.

„Grænland er ekki til sölu og sem fasteignasérfræðingur ætti hann að vita að ef eign er ekki til sölu er ekki hægt að kaupa hana.“

Rasmussen slær þannig annan tón en fyrrverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem hvatti íslensku ríkisstjórnina til að forðast afstöðu í Grænlandsmálinu, segja sem minnst og reyna að ná eyrum Donalds Trump í gegnum þingmenn, hægri sinnaðar hugveitur og forystumenn tæknifyrirtækja.

Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir með Ólafi Ragnari í Facebook-færslu í kvöld.

„Aldrei áður hefur verið eins brýnt fyrir íslensk stjórnvöld að eiga í góðum og stöðugum samskiptum við stjórnvöld í Bandaríkjunum. Ég tek undir með Ólafi Ragnari Grímssyni frá því í Silfrinu í gær þar sem hann sagði að fyrir hvern einn fund í Brussel þá þurfi stjórnvöld að taka tvo í Washington.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár