Bekkir og borð í borgarlandinu laða að sér fólk, ferfætlinga og jafnvel fugla. Stundum eru bekkir við borð, stundum er borðið með bekkjum og stundum standa bekkirnir stakir eða saman í röð, bekkjaröð. Það er gaman að sjá fjölbreytileika bekkja í borgarumhverfinu, fylgjast með hvernig bekkir laða að sér fólk. Fólk til að hvílast. Fólk sem er að bíða. Fólk að tala í síma. Svo er fólk sem sest á bekki til horfa á mannlífð eða til horfa á útsýnið, nátttúruna.
Svæði fyrir samveru
Meinsemd 21. aldar, einmannaleikinn bankar upp á hjá öllum kynslóðum. Bekkir og borð laða ekki bara að sér meira mannlíf heldur geta líka ýtt undir útivist og hreyfingu. Hægt er að setjast á bekk á göngu, hvílast jafnvel nærast. Með því að fjölga bekkjum á stöðum þar sem margir sækja er ýtt undir hreyfingu. Fleiri bekkir, borð á opnum svæðum ýtir undir samveru, útiveru og hvíld fyrir þreytta fætur - sérstaklega háum bekkjum ætluðu eldra fólk við vinsæl útivistarsvæði. Fjölga viljandi villtum svæðum í borgarlandinu ýtt er undir undir líffræðilegan fjölbreytileika í borgarumhverfinu þannig að fuglar, flugur og aðrar lífverur vaxi og dafni.
Viljandi villt fyrir líffræðilegan fjölbreytileika
Á ferðalögum heimsæki ég iðagræna garða, sæki í bústnar blómabreiður og litríka rósarunna enda mannbætandi að ganga um fallega velhirta garða. Það sem ég hef hins vegar rekist á oftar eru viljandi vilt svæði. Viljandi vilt svæði eru rými í borgarlandinu sem geta óvænt dúkkað upp, svona eins og falleg list sem mætir þér allt einu í á vegg, í styttu eða á flísum í neðanjarðalestakerfi. En hvað er viljandi vilt? Viljandi vilt geta verið svæði sem ekki hafa verið slegin í nokkur ár og náttúran ræður ferðinni á svæðinu. Það geta líka verið svæði þar sem gras- og blómafræsblöndur eru sett ofan á jarðveg og látin vaxa. Vaxa vilt oft pínu tryllt, litskrúðug, falleg og græðandi græn. Þessi rými í borgarlandinu heilla fleira en fólk því fuglar, flugur og skordýr eignast fleiri staði í borgarlandinu til búa á Hversu dýrmætt er að geta búið til fleiri búsvæði en fyrir fólk og um leið ýta líffræðilegan í borginni.
Ég vil fleiri viljandi villtar blóma- og grasbreiður í borgarlandið sem aftur ýta undir lífræðilegan fjölbreytileika fyrir fugla, flugur og gleðja fólk.
Höfundur er varaborgarfulltrúi og sækist eftir 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar sem haldið verður 24.janúar næstkomandi.
















































Athugasemdir