Reyndi að kaupa vændi sem verkalýðsforingi

Guð­brand­ur Ein­ars­son hef­ur sagt af sér þing­mennsku. Sandra Sig­urð­ar­dótt­ir úr Hvera­gerði kem­ur inn á þing.

Reyndi að kaupa vændi sem verkalýðsforingi
Guðbrandur Einarsson Þingmaður Viðreisnar hefur sagt af sér embætti.

Þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi, Guðbrandur Einarsson, hefur sagt af sér þingmennsku til þess að tryggja að það nái að „ríkja algjört traust og friður“ eftir að hafa játað tilraun til vændiskaupa 2012 í samtali við fréttavefinn Vísi, sem áformaði umfjöllun um málið. Guðbrandur var yfirheyrður hjá lögreglu, sem hafði setið um fjölbýlishús þar sem vændissala átti sér stað.

Í samtali við Vísi viðurkennir Guðbrandur að hafa þrætt fyrir vændiskaupin. Hann segist núna ekki hafa fullframið vændiskaupin, heldur hafi sér snúist hugur við fjölbýlishúsið. 

Lögreglu sagði hann hins vegar að hann hefði ekki komið í húsið í tilgangi vændiskaupa, heldur farið þangað í partý með fólki sem sótti ársþing Alþýðusambands Íslands þá helgi.

Guðbrandur var á þessum tíma formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja og bjó í Keflavík. Þeirri stöðu gegndi hann árin 1998–2019, ásamt fjölda annarra trúnaðarstaða tengdum störfum hans fyrir verkalýðshreyfinguna. Meðal annars sat hann í miðstjórn Alþýðusambands Íslands og var í erindagjörðum sem slíkur þegar tilraun hans átti sér stað.

„Þetta voru stór mistök sem ég harma mjög, sérstaklega gagnvart fjölskyldu minni og vinum en ekki síður samstarfsfólki í Viðreisn og á Alþingi. Ég geri mér fulla grein fyrir alvarleika þessa máls og mun þurfa að einbeita mér að fjölskyldu minni næstu daga og tjái mig því ekki frekar um málið,“ segir Guðbrandur í yfirlýsingu til Vísis.

Við afsögn Guðbrandar tekur Sandra Sigurðardóttir úr Hveragerði sæti á Alþingi, en hún var ein af forsprökkum Okkar Hveragerðis sem vann kosningasigur í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Sandra er nú framkvæmdastjóri þingflokks og forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár