„Þetta er í fyrsta skipti sem ég hugsa með mér: Erum við að fá Bandaríkjamenn hingað?“ segir Rikke Østergaard, doktorsnemi við Ilisimatusarfik – Háskólann á Grænlandi – og meðlimur Fulbright Arctic Initiative IV, í viðtali við Heimildina.
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn á ný lýst því yfir að Bandaríkin þurfi að komast yfir Grænland en hann gerði slíkt hið sama þegar hann sat í embætti síðast. Meiri alvarleiki virðist þó einkenna yfirlýsingar forsetans í þetta skiptið og þá sérstaklega í kjölfar innrásar hans í Venesúela.

Rikke útskýrir að yfirlýsingar Bandaríkjaforseta hafi víðtækari áhrif á umræðu um sjálfstæði á Grænlandi og varpi í raun ljósi á nýlenduhyggjuna sem viðgengst. „Það er ekkert leyndarmál að Grænland vill verða sjálfstætt.“ En viðbrögð Danmerkur, ýmissa annarra ríkja og norðurslóðasérfræðinga í kjölfar áforma Trumps segir hún ekki leggja áherslu á vilja Grænlendinga. „Mín tilfinning er að það …













































Athugasemdir