Kristrún telur hægt að ná saman við Miðflokkinn í útlendingamálum

For­sæt­is­ráð­herr­ann Kristrún Frosta­dótt­ir seg­ir að þrátt fyr­ir gagn­rýni á efna­hags­stefnu og mál­flutn­ing Mið­flokks­ins sé mögu­legt að finna sam­eig­in­leg­an grund­völl í út­lend­inga­mál­um.

Kristrún telur hægt að ná saman við Miðflokkinn í útlendingamálum
Tvennt ólíkt Að mati Kristrúnar er stundum verið að blanda saman ólíkum málaflokkum þegar útlendingamál eru annars vegar og mikilvægt sé að greina skýrt á milli flóttafólks og efnahagslegra innflytjenda. Mynd: Golli

Popúlismi hefur verið áberandi í íslenskum stjórnmálum síðustu ár, en Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir í viðtali við Heimildina, sem kemur út í dag, að Íslendingar séu enn fremur hófstilltir í alþjóðlegum samanburði. Hún varar þó við orðræðu sem ýtir undir sundrungu, einkum í umræðu um innflytjendur, og segir samstöðu vera helsta styrk smárra samfélaga.

Hún segir umræðuna hafa breyst samhliða hröðum samfélagsbreytingum, sérstaklega eftir aukinn efnahagsvöxt og fjölgun innflytjenda á síðasta áratug. Mikilvægt sé að greina á milli flóttafólks og efnahagslegra innflytjenda og ræða málin af ábyrgð.

„Auðvitað er það mjög neikvæð þróun ef rasismi er farinn að grassera í íslensku samfélagi,“ segir Kristrún og bætir við að stjórnmálamenn verði að takast á við undirliggjandi áskoranir, svo óöryggi festi ekki rætur og óábyrgir aðilar fylli tómarúmið.

Hún segir jafnframt að þrátt fyrir gagnrýni á efnahagsmál Miðflokksins sé mögulegt að finna sameiginlegan grundvöll í útlendingamálum.

„Hvað útlendingamálin varðar, þá er ýmislegt sem við getum náð saman um í útlendingamálum,“ segir Kristrún. „Það þarf ekki annað en að skoða þau mál sem eru að fara í gegnum þingið.“ 

Hún tekur þó fram að hún hafi gert athugasemdir við tón og framsetningu málflutnings Miðflokksmanna. Að hennar mati sé stundum verið að blanda saman ólíkum málaflokkum, mikilvægt sé að greina skýrt á milli flóttafólks og efnahagslegra innflytjenda til að umræðan verði málefnaleg og ábyrg.

Ítarlegt viðtal við Kristrúnu Frostadóttur má finna í prentútgáfu Heimildarinnar. Þar ræðir hún um um öryggis- og varnarmál, samstarfið við Bandaríkin, útlendingamál og innflutta stéttaskiptingu. Hún segir eðlilegt að það sé ákall eftir endurnýjun í borgarstjórn.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár