Ragnar Þór kemur inn sem ráðherra og Inga færir sig um set

Inga Sæ­land fær­ir sig um ráðu­neyti og Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son kem­ur nýr inn í rík­is­stjórn.

Ragnar Þór kemur inn sem ráðherra og Inga færir sig um set
Ráðherra Ragnar Þór lét af embætti sem formaður VR til að taka sæti á Alþingi. Hann tekur nú við ráðherraembætti á sínu fyrsta kjörtímabili sem þingmaður. Mynd: Eyþór Árnason

Inga Sæland, formaður flokks fólksins, ætlar sjálf að taka við embætti af Guðmundi Inga Kristinssyni sem fyrr í kvöld tilkynnti um afsögn sína sem mennta- og barnamálaráðherra. Inga situr þó ekki í tveimur ráðuneytum og verður Ragnar Þór Ingólfsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, nýr félags- og húsnæðismálaráðherra. 

„Ég hef ákveðið að færa mig um set og taka við embætti mennta- og barnamálaráðherra,“ segir Inga í tilkynningu sinni, sem hún birtir á Facebook, þar sem hún fer yfir breytta ráðherraskipan. „Miklu hefur verið áorkað í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu á fyrsta ári ríkisstjórnarinnar og þar eru enn fleiri þjóðþrifamál í farvatninu. Ég kveð það ráðuneyti því með trega enda málefni þess mér mjög kær.“

Í Facebook-tilkynningu sinni þakkar Inga Guðmundi Inga fyrir samstarfið. „Hann hefur verið mín stoð og stytta og óþreytandi í baráttunni fyrir bættum kjörum þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu,“ segir hún. Guðmundur Ingi er varaformaður Flokks fólksins og hefur setið í þingflokki með Ingu lengst allra.

Ekki hefur náðst í Ragnar Þór í kvöld vegna ráðherrakapalsins.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár