Nú í upphafi árs veltur mikið á hvort hægt sé að ná verðbólgu niður í 2,5 prósent markmið án þess að kalla fram samdrátt í efnahagslífinu. Verðbólgan hefur verið föst í 4 prósent síðasta ár eða svo. Samkvæmt spám bankans mun hún fara að hjaðna í markmið með vorinu sem er jafnframt forsenda fyrir áframhaldandi stýrivaxtalækkunum. Ef verðbólga gengur ekki niður með þessum hætti þá aukast líkur á harðri lendingu með aukningu á atvinnuleysi en án þess að hægt sé að bregðast við slökun á peningalegu aðhaldi.
Í öðru lagi hafa átt sér stað miklar hræringar í alþjóðaviðskiptum á síðasta ári þar sem til að mynda tollastríð hafa brotist út. Því var spáð að tilkoma tolla og ýmsar aðrar væringar í alþjóðastjórnmálum myndu valda verulegum truflunum í heimshagkerfinu og jafnvel kreppu. Enn sem komið hafa slíkar hrakspár ekki gengið eftir. Hagvöxtur var alveg þokkalegur á heimsvísu á síðasta ári. …


















































Athugasemdir