Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

<span>Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni:</span> „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
Selja Biblíur Þrátt fyrir að vera ekki með frægustu bókabúð landsins hafa fjölmargir karlmenn um þrítugt verið að koma í Fíladelfíu til að fjárfesta í Biblíum. Mynd: Golli

Nokkuð hefur verið fjallað um aukna aðsókn og áhuga ungs fólks, einkum karlmanna, í þjóðkirkjunni. Í samtali við Heimildina í desember sagði sóknarprestur Neskirkju að þá þróun væru prestar um allt land að sjá. Þá taldi hann að enn fleiri væru að hneigjast til trúar en mættu endilega í messu. „Sennilega er þetta toppurinn af ísjakanum sem við erum að fá.“

Svipaða þróun í kirkjusókn ungmenna má merkja í kristnum söfnuðum utan þjóðkirkjunnar. 

Helgi Guðnason, forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu, segir að söfnuðurinn hafi farið að taka eftir aukinni aðsókn ungmenna fyrir um tveimur árum. Allt í einu hafi ungir karlar, sem er sá hópur sem allar kirkjur hafa átt hvað erfiðast að ná til í áranna rás, farið að koma í mjög auknum mæli. „Þessir ungu karlar sem týndust alltaf eru allt í einu farnir að mæta með Biblíuna, sem þeir eru búnir að lesa, og vilja fá svör,“ segir hann. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár