Nokkuð hefur verið fjallað um aukna aðsókn og áhuga ungs fólks, einkum karlmanna, í þjóðkirkjunni. Í samtali við Heimildina í desember sagði sóknarprestur Neskirkju að þá þróun væru prestar um allt land að sjá. Þá taldi hann að enn fleiri væru að hneigjast til trúar en mættu endilega í messu. „Sennilega er þetta toppurinn af ísjakanum sem við erum að fá.“
Svipaða þróun í kirkjusókn ungmenna má merkja í kristnum söfnuðum utan þjóðkirkjunnar.
Helgi Guðnason, forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu, segir að söfnuðurinn hafi farið að taka eftir aukinni aðsókn ungmenna fyrir um tveimur árum. Allt í einu hafi ungir karlar, sem er sá hópur sem allar kirkjur hafa átt hvað erfiðast að ná til í áranna rás, farið að koma í mjög auknum mæli. „Þessir ungu karlar sem týndust alltaf eru allt í einu farnir að mæta með Biblíuna, sem þeir eru búnir að lesa, og vilja fá svör,“ segir hann. …














































Athugasemdir