Mér segir svo hugur að í mörgum okkar sé allnokkur beygur innst í brjóstinu þó að við reynum að láta það ekki sjást á okkur. Það fer nefnilega ekki fram hjá neinum að horfur í heimsmálum eru ófriðvænlegar.
Mannskepnan er búin kærleiksneista en jafnframt illskuneista og það er okkar val hvorn neistann við tendrum, hvorn neistann við blásum lífi í eða kæfum með eldvarnarteppi. Svo lengi sem sögur fara af mannkyninu leitar lífið jafnvægis, við höfum snúist í hringi, þar sem friður og ófriður skiptast á. Það er eins og við verðum leið á að vera „góð“ of lengi og leitum útrásar fyrir vonsku og græðgi. Við lærum ekki af þessari sögu. Eða hvað?
Eftir því sem ég kynnist fleira fólki af mismunandi þjóðernum fæ ég á tilfinninguna að næstum allt fólk sé „góðum“ megin í sálinni. Getur verið að hringrás friðar og ófriðar fylgi aðeins vanhæfum og vanstilltum …






















































Athugasemdir