Bandarísk yfirvöld saka Nicolás Maduro Moros, forseta Venesúela, og nánustu bandamenn hans um að hafa í meira en aldarfjórðung rekið skipulagt kerfi til að smygla kókaíni og unnið markvisst með hryðjuverka- og glæpasamtökum í Suður- og Mið-Ameríku. Samkvæmt ákærunni byggði starfsemin á kerfisbundinni spillingu innan stjórnkerfisins í Venesúela og náði til æðstu laga stjórnmála, hers og öryggisstofnana.
Þegar Maduro var leiddur fyrir dómara í gær neitaði hann sök. „Ég er saklaus. Ég er ekki sekur,“ sagði hann. Hann lýsti sér stríðsfanga og sagðist hafa verið handsamaður í mannráni og að hann væri enn forseti Venesúela. Eiginkona Maduro, Cilia Flores, neitaði sömuleiðis sök. Dómarinn fyrirskipaði að þau yrðu bæði áfram í gæsluvarðhaldi og setti nýtt réttarhald þann 17. mars.
Sakaður um að leiða net spilltra embættismanna
Í grunninn er Maduro sagður leiða svokallað Cartel de los Soles, net háttsettra embættismanna sem tryggði öryggi, flutninga og vernd fyrir umfangsmikla framleiðslu og dreifingu …














































Athugasemdir