Þingkosningarnar kostuðu Sjálfstæðisflokkinn 174 milljónir

Hátt í hundrað millj­óna króna tap var á rekstri Sjálf­stæð­is­flokks­ins á síð­asta ári, þrátt fyr­ir 410 millj­óna króna tekj­ur.

Þingkosningarnar kostuðu Sjálfstæðisflokkinn 174 milljónir

Tap upp á 97 milljónir króna varð á rekstri Sjálfstæðisflokksins á síðasta ári. Þyngst vegur kostnaður vegna prófkjörs og kosninga upp á 174 milljónir. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi flokksins.

Boðað var nokkuð óvænt til kosninga undir lok árs og setur það mark sitt á fjárhag flokksins. 

Flokkurinn hafði 410 milljóna króna tekjur en af þeim komu 201 úr opinberum sjóðum. Fyrirtæki styrktu flokkinn um tæpar 66 milljónir og einstaklingar um tæpar 57. Hluti af framlagi einstaklinga til flokksins var í formi félagsgjalda. 

Opinberir styrkir eru töluvert lægra hlutfall af heildinni en hjá mörgum öðrum flokkum. Sem dæmi má nefna var hlutfall opinberra styrkja 75 prósent af heildarstyrkjum Miðflokksins, samkvæmt ársreikningi hans sem birtist fyrr í dag.

Þrátt fyrir töluvert tap er Sjálfstæðisflokkurinn ekki á flæðiskeri staddur. Samkvæmt ársreikningi á hann fasteignir fyrir 1.260 milljónir og ýmis áhöld og tæki fyrir 54,5 milljónir og eignarhlut í félögum fyrir tæpar 19. 

Þá á félagið kröfu vegna lóðar og byggingaréttar upp á rúmar 238 milljónir og aðrar skammtímakröfur upp á 27 milljónir. Flokkurinn á handbært fé upp á 176 milljónir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár