Siluðust áfram í óveðrinu þegar kirkjuklukkurnar hringdu inn jólin

Óm­ar Ell­erts­son lýs­ir eft­ir­minni­leg­ustu jól­un­um.

Siluðust áfram í óveðrinu þegar kirkjuklukkurnar hringdu inn jólin

Ég myndi segja að ég sé mikið jólabarn, enda eigum við bræður báðir afmæli í desember. Ég skreyti ekki mikið því heimilið mitt er þar sem ferðataskan er, en ég á lítið jólatré úr Ilvu sem ég set upp og er þar með búinn að skreyta. 

Jól æsku minnar voru alltaf eftirminnileg, en fyrstu jólin með manninum mínum eru sennilega þau eftirminnilegustu. Þetta var árið 2004 og ég var að vinna í Blómavali í Sigtúni á aðfangadag. Rétt fyrir lokun fór ég að tala við kollega minn sem seldi jólatré og spurði hvort hann ætti eftir einhverja furu. Hann sýndi mér þau tvö tré sem voru óseld, því þau voru þannig í útliti að það vildi enginn kaupa þau. Ég tók annað og tróð í bílinn minn, Fiat Multipla. 

Ég og maðurinn minn keyrðum svo í Úthlíð, þar sem hann hafði aðgang að bústað í gegnum vinnuna. Á leiðinni lentum við í alveg bandbrjáluðu veðri. Við hlustuðum á kirkjuklukkurnar hringja inn jólin á RÚV einhvers staðar við Laugarvatn, en frá Apavatni vorum við heila tvo tíma að keyra að Úthlíð. 

Þegar við komumst loks í sumarbústaðabyggðina festumst við í brekku. Í einum öðrum bústað var fólk og fyrir algjöra tilviljun gat það séð okkur. Maður kom út til að hjálpa okkur að losa bílinn og ýta. Án hans hjálpar hefðum við varið jólunum í bílnum.

Þegar við vorum komnir inn var þetta allt mjög rólegt og hógvært hjá okkur. Við skreyttum tréð sem enginn vildi, borðuðum osta og eitthvert smá kjöt en ekkert heitt og enduðum ævintýrið í heitum potti.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Ég ogmaðurinn minn!egogkonanmín!það var aldrei aðegfekkaðkennaaþviaðveralesbíaherá árumáður þaðvar svoleiðisfyrirlitningin íminngarðvegnaþesssemlakaffólkinuþegarminstvarámigaðþaðvaralveg yfirgengilegtogþað ánsannanavarðandiþaðsvovaregkilluðniðursetuklepparakellingin oglessan í hvammiauk fleirrimiðurfallegra uppnefna svo sagði fólk að ég svífi meðhiminskaautumí vitleysunni en bíðum við!hver á svo hvamsvíkina í dag? Er þaðekkifyrrverandi gjaldþrota forstjóriflugfelagsinswow semereigandinn idag wow momhaaa?
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
6
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár