Siluðust áfram í óveðrinu þegar kirkjuklukkurnar hringdu inn jólin

Óm­ar Ell­erts­son lýs­ir eft­ir­minni­leg­ustu jól­un­um.

Siluðust áfram í óveðrinu þegar kirkjuklukkurnar hringdu inn jólin

Ég myndi segja að ég sé mikið jólabarn, enda eigum við bræður báðir afmæli í desember. Ég skreyti ekki mikið því heimilið mitt er þar sem ferðataskan er, en ég á lítið jólatré úr Ilvu sem ég set upp og er þar með búinn að skreyta. 

Jól æsku minnar voru alltaf eftirminnileg, en fyrstu jólin með manninum mínum eru sennilega þau eftirminnilegustu. Þetta var árið 2004 og ég var að vinna í Blómavali í Sigtúni á aðfangadag. Rétt fyrir lokun fór ég að tala við kollega minn sem seldi jólatré og spurði hvort hann ætti eftir einhverja furu. Hann sýndi mér þau tvö tré sem voru óseld, því þau voru þannig í útliti að það vildi enginn kaupa þau. Ég tók annað og tróð í bílinn minn, Fiat Multipla. 

Ég og maðurinn minn keyrðum svo í Úthlíð, þar sem hann hafði aðgang að bústað í gegnum vinnuna. Á leiðinni lentum við í alveg bandbrjáluðu veðri. Við hlustuðum á kirkjuklukkurnar hringja inn jólin á RÚV einhvers staðar við Laugarvatn, en frá Apavatni vorum við heila tvo tíma að keyra að Úthlíð. 

Þegar við komumst loks í sumarbústaðabyggðina festumst við í brekku. Í einum öðrum bústað var fólk og fyrir algjöra tilviljun gat það séð okkur. Maður kom út til að hjálpa okkur að losa bílinn og ýta. Án hans hjálpar hefðum við varið jólunum í bílnum.

Þegar við vorum komnir inn var þetta allt mjög rólegt og hógvært hjá okkur. Við skreyttum tréð sem enginn vildi, borðuðum osta og eitthvert smá kjöt en ekkert heitt og enduðum ævintýrið í heitum potti.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
1
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár