Kosningabarátta Miðflokksins kostaði 140 milljónir

Mið­flokk­ur­inn tap­aði 133 millj­ón­um króna á síð­asta ári eft­ir 24 millj­óna hagn­að ár­ið áð­ur. Kosn­inga­bar­átta upp á 140 millj­ón­ir í nóv­em­ber hafði mest um þenn­an við­snún­ing að segja.

Kosningabarátta Miðflokksins kostaði 140 milljónir

Kosningabarátta Miðflokksins fyrir síðustu Alþingiskosningar kostaði flokkinn tæplega 141 milljón króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Miðflokksins sem hefur hlotið samþykki Ríkisendurskoðunar. Sérstaklega er gerð grein fyrir kostnaði flokksins vegna kosninganna í reikningnum.

Flokkurinn skilaði meira en 133 milljóna króna tapi og spilar þar kosningabaráttan stærsta rullu. Rekstur flokksins að öðru leyti jókst þó líka á milli ára, því liðurinn „aðalskrifstofa“ í rekstrarreikningi kostaði 57 milljónir í fyrra en hafði kostað 35 milljónir árið áður. Þá jókst kostnaður við kjördæma- og undirfélög um nærri fjórar milljónir á milli ára.

Tekjur flokksins koma fyrst og fremst úr opinberum sjóðum. Þannig telur flokkurinn fram 50 milljóna króna framlag úr ríkissjóði og frá Alþingi, sem líka er fjármagnað úr ríkissjóði. Framlög sveitarfélaga námu tæpum 900 þúsundum á árinu. Af 69 milljóna króna heildartekjum flokksins komu því rétt um 75 prósent úr opinberum sjóðum.

Fyrirtæki styrktu flokkinn þó um 12,4 milljónir og einstaklingar um önnur 890 þúsund. Átta fyrirtæki styrktu flokkinn um samtals 650 þúsund krónur, en 100 þúsund af hverjum styrk runnu til kjördæmafélaga í ólíkum kjördæmum. Sex af átta stærstu styrkveitendum eru fyrirtæki í sjávarútvegi. 

Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns og stofnanda Miðflokksins, var sá einstaklingur sem veitti stærsta styrkinn. Hún styrkti flokkinn um 550 þúsund krónur, sem er hámarkið samkvæmt lögum. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár