Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Kosningabarátta Miðflokksins kostaði 140 milljónir

Mið­flokk­ur­inn tap­aði 133 millj­ón­um króna á síð­asta ári eft­ir 24 millj­óna hagn­að ár­ið áð­ur. Kosn­inga­bar­átta upp á 140 millj­ón­ir í nóv­em­ber hafði mest um þenn­an við­snún­ing að segja.

Kosningabarátta Miðflokksins kostaði 140 milljónir

Kosningabarátta Miðflokksins fyrir síðustu Alþingiskosningar kostaði flokkinn tæplega 141 milljón króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Miðflokksins sem hefur hlotið samþykki Ríkisendurskoðunar. Sérstaklega er gerð grein fyrir kostnaði flokksins vegna kosninganna í reikningnum.

Flokkurinn skilaði meira en 133 milljóna króna tapi og spilar þar kosningabaráttan stærsta rullu. Rekstur flokksins að öðru leyti jókst þó líka á milli ára, því liðurinn „aðalskrifstofa“ í rekstrarreikningi kostaði 57 milljónir í fyrra en hafði kostað 35 milljónir árið áður. Þá jókst kostnaður við kjördæma- og undirfélög um nærri fjórar milljónir á milli ára.

Tekjur flokksins koma fyrst og fremst úr opinberum sjóðum. Þannig telur flokkurinn fram 50 milljóna króna framlag úr ríkissjóði og frá Alþingi, sem líka er fjármagnað úr ríkissjóði. Framlög sveitarfélaga námu tæpum 900 þúsundum á árinu. Af 69 milljóna króna heildartekjum flokksins komu því rétt um 75 prósent úr opinberum sjóðum.

Fyrirtæki styrktu flokkinn þó um 12,4 milljónir og einstaklingar um önnur 890 þúsund. Átta fyrirtæki styrktu flokkinn um samtals 650 þúsund krónur, en 100 þúsund af hverjum styrk runnu til kjördæmafélaga í ólíkum kjördæmum. Sex af átta stærstu styrkveitendum eru fyrirtæki í sjávarútvegi. 

Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns og stofnanda Miðflokksins, var sá einstaklingur sem veitti stærsta styrkinn. Hún styrkti flokkinn um 550 þúsund krónur, sem er hámarkið samkvæmt lögum. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Stjórnmálaflokkar eiga ekki að vera styrktir af opinberum sjóðum. Hægri flokkarnir þrasa mikið um skatta og hækkanir en vilja lítið segja um hvar megi spara og skera niður útgjöld þess opinbera. Ætli hefði ekki verið meiri þörf fyrir heilbrigðismálin að fá aukið fé fremur en að fjármagna stjórnmálaþrasið sem skilar engu til þjóðarbúsins. Sjúklingar sem aftur komast í vinnu eftir veikindi taka þátt í rekstri samfélagsins. Stjórnmálaþrasarar eiga ekki mína samúð. Þeir eiga að kosta sitt þras sjálfir en ekki sækja í opinbera sjóði til að fjármagna starf sitt og þras..
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
6
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár