Tál er 29. bókin sem Arnaldur Indriðason gefur út á 29 árum. Geri aðrir betur. Bækurnar hans hafa selst í bílförmum úti um allan heim og Arnaldur verið stjarnan á toppi íslenska jólabókaflóðsins frá því fyrstu bækurnar um Erlend og félaga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæðum þegar afköstin eru svona mikil – en jafnvel miðlungsbók eftir Arnald er skárri en flestir aðrir íslenskir krimmar.
Lygar, spilling, undirferli, svik og skeytingarleysi gagnvart lítilmagnanum eru þræðirnir sem Arnaldur er að spinna í Táli. Aðalpersónan er Konráð, fyrrverandi lögga, sem er enn vel tengdur undirheimum Reykjavíkur. Sagan hefst á því að héraðsdómari er handtekinn fyrir morð á konu sem starfar við fylgdarþjónustu. Málið, sem lítur út fyrir að vera nokkuð klippt og skorið í upphafi, en á eftir að taka marga óvænta snúninga.
Litlaus karekter
Konráð er dreginn inn í þetta dularfulla morð þegar eiginkona héraðsdómarans, Elísabet, ræður hann …












































Athugasemdir