ÁÁrið er 2022 og kórónaveirufaraldurinn er loks í rénun. Sigríður Lei, eða Sirrýlei eins og hún er kölluð, fær gamla silfurnælu í 15 ára afmælisgjöf frá ömmu sinni. Á bakhlið nælunnar er nafnið Sigríður áletrað en Sirrýlei heitir í höfuðið á ömmu sinni, Dídí, sem heitir í höfuðið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höfuðið á ömmu sinni, Sigríði. Þessi formóðir Sirrýleiar var upphaflegur eigandi nælunnar og nöfnurnar þrjár sem á eftir komu hafa allar á einhverjum tímapunkti fengið næluna að gjöf.
Ættfræðirannsóknir
Silfurgengið er örlagasaga þessara kvenna og eiga þær ýmislegt fleira en nafnið sameiginlegt, líkt og kemur hægt og rólega í ljós. Bókin flakkar um í tíma – allt frá síðari hluta 19. aldar til dagsins í dag – og snertir á mörgu. Fólksflutningar Íslendinga vestur um haf, ástandsárin, stríð og heimsfaraldur móta líf persónanna. Sögurnar sem amma Dídí segir af fortíðinni vekja forvitni Sirrýleiar sem ákveður …














































Athugasemdir