„Myndi það auka eða minnka líkurnar á því að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn í næstu borgarstjórnarkosningum ef Guðlaugur Þór Þórðarson væri oddviti/borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins?“
Svona er spurt í Gallup-könnun sem nýlega var send út í vikunni. Pískrað hefur verið um drauma Guðlaugs Þórs, núverandi þingmanns og fyrrverandi ráðherra, að snúa aftur í borgarstjórn Reykjavíkur og leiða lista flokksins í komandi kosningum. Hann var borgarfulltrúi á árunum 1998 til 2006, en þá hafði hann setið á þingi í þrjú ár.
Hildur Björnsdóttir, núverandi oddviti, hefur lýst yfir vilja til að leiða listann á ný í vor og hefur flokkurinn mælst með meira fylgi undanfarna mánuði en hann uppskar í kosningunum 2021. Samkvæmt nýrri könnun Gallup, sem gerð var fyrir Viðskiptablaðið, er fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins frá kosningum 6,3 prósentustig. Mælist flokkurinn með 30,8 prósent í könnuninni.
Hópur Sjálfstæðismanna telur að flokkurinn eigi meira inni en hann hefur gjarnan uppskorið töluvert betur í kosningum en …












































Athugasemdir