Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Umdeild uppbygging við Skaftafell

Ver­ið er að byggja 70 hús við þjóð­garð­inn í Skafta­felli sem „gjör­breyta ásýnd þjóð­garðs­ins og sveit­ar­inn­ar,“ að mati íbúa á Skafta­felli 2. Hús voru hækk­uð með óljósri aug­lýs­ingu.

Umdeild uppbygging við Skaftafell
70 hús við Skaftafell Upphaflega áttu húsin að vera ein hæð, en þau voru hækkuð í tvær hæðir með breytingu sem fór framhjá mörgum. Mynd: Jón Ágúst Guðjónsson

Íbúi við Skaftafell hefur áhyggjur af því að 70 ferðamannahýsi, sem nú eru í byggingu, stangist á við umhverfi þjóðgarðsins. Þá hafi mikil breyting á deiliskipulagi farið fram hjá mörgum. Orðalag auglýsingar Sveitarfélagsins Hornafjarðar virðist hafa verið villandi og beinlínis rangt að hluta.

Vatnajökulsþjóðgarður, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna, gagnrýndi að ekki væri tekið til sjónrænna áhrifa og vísar til ábyrgðar sveitarfélagsins, sem hafði ætlað sér samráð við þjóðgarðinn. 

Húsin áttu að vera lágreist

Jón Ágúst Guðjónsson býr á Skaftafelli 2 í Öræfum, skammt austan við þjóðgarðinn á Skaftafelli. Á Skaftafelli 3 og 4 hefur verið heimiluð gríðarleg uppbygging á húsum fyrir ferðamenn, sem áttu upphaflega að vera lágreist, á einni hæð, en voru uppfærð í tveggja hæða hús og fjöldi þeirra tvöfaldaður úr 35 í 70.

„Það virðist vera, þetta virðist hafa farið framhjá flestum hér,“ segir Jón Ágúst í samtali við Heimildina. Hann segir í umræðunni að kalla eftir íbúafundi um uppbygginguna. „Ég hef engan hitt sem líst vel á þetta,“ segir hann.

Húsin eru í hraðri uppbyggingu þessa dagana. „Þetta er bara að gerast og ekki allir sem eru búnir að sjá þetta,“ segir hann.

Byggt á sandbreiðunniByggingarnar blaða við þegar farinn er þjóðvegurinn að Skaftafelli og ofan af Skaftafellsheiði.

Hækkuðu byggingarnar

Upphaflega var í skipulagi heimild fyrir byggingu 35 ferðamannahýsa.  „Húsin skulu vera á einni hæð,“ sagði í gildandi skilmálum. Þegar þessu var breytt hljóðaði auglýsingin frá sveitarfélaginu Hornafirði svo: „Helstu markmið breytingarinnar eru að byggingarheimildir aukast úr 35 gisti- og þjónustuhúsum í 70 hús með samtals 70 gistirýmum sem jafngildir 140 gistirúmum.“ 

Um leið var hins vegar veitt heimild til þess að tvöfalda hæð húsanna og stækka hvert og eitt þeirra úr 40 fermetrum í 64 fermetra. Þessi breyting fór fram hjá mörgum íbúum.

Jón Ágúst GuðjónssonÍbúi á Skaftafelli 2 segir að upplýsingar um raunverulega breytingu á deiliskipulagi hafi farið fram hjá íbúum.

„Svæðið fellur ekki undir sérstaka vernd náttúrufyrirbæra,“ sagði í skýrslu Eflu við kynningu á framkvæmdunum.„Áhrif á ásýnd er [sic] metin óveruleg,“ sagði þar einnig. 

Þessu er Jón Ágúst, á Skaftafelli 2, ekki sammála. „Fyrstu viðbrögð við að sjá þetta og heyra að það eigi að rísa þarna 70 hús í þessum stíl eru að þetta eigi ekki heima á þessum stað og að þetta gjörbreyti ásýnd þjóðgarðsins og sveitarinnar,“ skrifaði Jón Ágúst í færslu á Facebook sem vakið hefur mikla athygli.

Þar færir Jón Ágúst fram tvíþætta gagnrýni, að kynning hafi verið lítil og að niðurstaðan sé byggð sem stangast á við umhverfi sitt. „Mér finnst brýnt að allar framkvæmdir í því einstaka landslagi sem er hér í Öræfunum falli vel að landslagi og sveitarbrag og að við komum í veg fyrir að umhverfinu sé spillt með framkvæmdum sem ekki passa hér,“ segir hann.

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Peik Bjarnason skrifaði
    Nú höfum við fengið nýja skilgreiningu á svefnlofti. Um leið og Árnastofnun er búin að setja hana inn í orðabók þá verður allt í lagi...ekki satt?
    0
  • Einar Skúli Hjartarson skrifaði
    Nú er komin ný skilgreining á svefnloft. Orðið sð heilli hæð. Hingað til hefur svefnloft verið efri hæð mest megnis undir súð.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár