Musk vill leggja niður ESB eftir að X fékk sekt

Sam­fé­lags­mið­ill­inn X, sem er í eigu rík­asta manns heims, var sekt­að­ur um 120 millj­ón­ir evra á föstu­dag fyr­ir að brjóta sta­f­ræn­ar regl­ur sam­bands­ins. Nú kall­ar Elon Musk eft­ir að sam­band­ið verði leyst upp.

Musk vill leggja niður ESB eftir að X fékk sekt

Elon Musk svaraði Evrópusambandinu fullum hálsi eftir að það sektaði samfélagsmiðilinn X, sem er í eigu tæknijöfursins, og sagði við 230 milljónir fylgjenda sinna á miðlinum að leggja ætti Evrópusambandið niður.

Í kjölfar umfangsmikillar rannsóknar sem talin var prófsteinn á staðfestu ESB í eftirliti með stórum tæknifyrirtækjum var samfélagsmiðillinn, sem er í eigu ríkasta manns heims, sektaður um 120 milljónir evra á föstudag fyrir að brjóta stafrænar reglur sambandsins.

Bandarísk stjórnvöld undir forystu Donalds Trump gagnrýndu sektina harðlega, en Trump hafði sem forseti verið sammála Musk um umdeilda viðleitni til að fækka alríkisstarfsmönnum og skera niður útgjöld, áður en þeim sinnaðist.

Musk tjáði sig sjálfur eftir að sektin var tilkynnt og birti á X-reikningi sínum: „Það ætti að leggja Evrópusambandið niður og skila fullveldinu aftur til einstakra landa, svo að ríkisstjórnir geti betur komið fram fyrir hönd þjóða sinna.“

Þegar notandi endurbirti færslu Musks svaraði hann: „Ég meina það, ekkert grín.“

„Ég elska Evrópu, en ekki skrifræðisskrímslið sem ESB er,“ bætti hann við í annarri færslu.

Sektin gegn X var sú fyrsta sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði á samkvæmt lögum um stafræna þjónustu (DSA) vegna efnis.

Framkvæmdastjórnin sagði X sekan um að brjóta gegn gagnsæisskyldu DSA.

Brotin fela meðal annars í sér villandi hönnun á „bláa hakinu“ fyrir að því er virðist staðfesta reikninga og að hafa ekki veitt rannsakendum aðgang að opinberum gögnum, sagði hún.

X hafði heldur ekki sýnt nægilegt gagnsæi varðandi auglýsingar sínar, bætti framkvæmdastjórnin við.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár