Stuðlar, úrræði barnaverndar fyrir börn í bráðum vanda, hafa undanfarið sætt harðri gagnrýni fyrir fíkniefnaneyslu á staðnum. Það rímar við frásagnir ungra manna sem komu fram í umfjöllun Heimildarinnar um týndu strákana. Allir sögðust þeir hafa neytt vímuefna á Stuðlum, sem og í langtímameðferðum barnaverndar. Tveir þeirra kynntust vímuefnum í æð í meðferð og byrjuðu að sprauta sig þar.
Reglur kveða skýrt á um að fíkniefni séu bönnuð á Stuðlum, sem og ofbeldi, hótanir og skemmdarverk, auk þess sem börnum er gert að sýna kurteisi og virðingu. Starfsmönnum ber að stöðva það strax ef reglum er ekki fylgt. Ef grunur leikur á um að fíkniefni eða ólöglegir munir séu í húsinu geta starfsmenn bæði framkvæmt leit, á börnum og í herbergjum, og aðskilið þá sem eiga hlut að máli frá öðrum á meðan tekið er á málum.
„Þetta eru börn sem við þurfum að vernda“
Hér er börnum hins vegar …



















































Athugasemdir