Aldrei hafa fleiri verið vistaðir á Stuðlum vegna þungra dómsmála en í fyrra, sem setti sitt mark á starfsemina. Þetta segir Árni Guðmundsson, starfandi forstöðumaður. Undanfarið ár hafa verið vistuð þar börn sem eiga aðild að manndrápum og alvarlegum ofbeldisglæpum.
Gengjamyndun hefur einnig sett svip sinn á starfsemina. „Hin síðari ár höfum við séð vísi að gengjum. Það býr til áskoranir að á bak við eina hurðina sé einhver sem vill lúskra á manninum í næsta herbergi. Stundum þekkjast þeir varla en er meinilla við hver annan, því þeir eru með einhverjum í liði. Þetta hefur reynst sérstaklega flókið viðureignar,“ sagði Árni þegar blaðamaður Heimildarinnar heimsótti Stuðla.
Vinda ofan af ofbeldishegðun
Í fyrri umfjöllun Heimildarinnar um týndu strákana, sem áttu það sameiginlegt að hafa farið í gegnum meðferðarkerfi ríkisins á barnsaldri, lýsti einn þeirra því hvernig hann hefði …


















































Athugasemdir