Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Uppljóstrari segir yfirmenn í breska hernum hafa hylmt yfir stríðsglæpi

Upp­ljóstr­ari úr sér­sveit breska hers­ins seg­ir að yf­ir­menn hafi ekki haft áhuga á ábend­ing­um um að stríðs­glæp­ir væru framd­ir í Af­gan­ist­an. Þetta kem­ur fram í nýbirt­um vitn­is­burði fyr­ir breskri rann­sókn­ar­nefnd.

Uppljóstrari segir yfirmenn í breska hernum hafa hylmt yfir stríðsglæpi
Missti trú Uppljóstrarinn sagði í skýrslu sinni að yfirmenn hefðu hindrað tilraunir hans til að „gera hið rétta“. Mynd: Shutterstock

Yfirmenn í sérsveit breska hersins hylmdu yfir hugsanlega stríðsglæpi í Afganistan, að því er fyrrverandi háttsettur liðsforingi sagði í vitnisburði sínum hjá rannsóknarnefnd um framferði sérsveita hersins í landinu. Vitnisburðurinn er meðal gagna sem voru birt á þriðjudag.

Í framburði sínum heldur liðsforinginn því fram að tveir tilteknir fyrrverandi yfirmenn í sérsveit hersins hafi ekki brugðist við áhyggjum af því að liðsmenn hersins hefðu framið ólöglegar aftökur á meðan sveitirnar störfuðu í Afganistan fyrir meira en áratug síðan.

Rannsaka þriggja ára tímabil

Rannsóknarnefndin, sem hóf störf árið 2023 við Konunglega dómstólinn í London, á að rannsaka ásakanir um framferði sérsveitanna í Afganistan á árunum 2010 til 2013, þar á meðal morð á konum og börnum.

„Ég hafði miklar áhyggjur af því sem mig grunaði sterklega að væru ólöglegar aftökur á saklausu fólki,“ sagði uppljóstrarinn, sem er aðeins þekktur sem N1466, í vitnisburði sínum.

Hann bætti við að hann hefði …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Það er segin saga þegar glæpamaðurinn rannsakar egin verk er ekki von á ábyggilegri niðurstöðu. Svo erum við hissa á því að hefndin verði í því formi sem við þekkjum svo vel og köllum hryðjuverk til að glæpavæða hana.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
2
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár