Frumbyrjur
Frumbyrjur hrífur lesandann með kyrrð og ljóðrænni nánd. Hún fjallar um hjú og kú, líf og dauða, ljós og myrkur en fyrst og fremst um smæðina sem verður stór. Þetta „allt í ekkert-inu.“ Hún skilur mann eftir hugsi, ef til vill vegna þess að hún minnir okkur á að orð hafa afleiðingar, þau geta fært okkur nær ljósinu eða dregið okkur nær myrkrinu.
Það er aðfangadagur og hjónin á Kölduhömrum búa sig undir jólahaldið. Magga á von á sínu fyrsta barni, rétt eins og kýrin á bænum. Sagan hefur rótfasta jarðtengingu, hendur í mold, líkama og fjárbókhald en líka eitthvað óáþreifanlegt, framliðna, sýnir og þyngd ósagðra orða. Þetta er brothætt saga sem gerist einhvern tímann á síðustu öld miðað við það að Guðmundur og Magga eru síðasta fólkið í sveitinni til að fá sér litasjónvarp og Guðmundur sá bíómyndina Flóttinn frá Alcatraz frá 1979.
Í sjálfu sér er efnið hversdagslegt; hjón í sveit á Vestfjörðum eiga von á barni en bókin fagnar því sem í smæð sinni verður mikilvægt og stórt þegar einu vitnin eru fjöll, myrkur og suð í höfðinu.
Um hjú og kú
Bókinni er skipt í þrjá hluta: Kálfur, Draumur og Barn. Í fyrsta hlutanum togar Guðmundur líf í heiminn með fingrum sem hann treystir ekki. Lífið tvöfaldar sig, ein …












































Athugasemdir