Lausaletur
Lausaletur er ljóðræn, djúpstæð og heillandi saga sem sameinar sögu prentlistarinnar, heimsendahugleiðingar og mennsku. Frásagnaraðferðin getur reynst krefjandi en gerir bókina að heildstæðu verki um það sem við reynum að varðveita – og þess sem óhjákvæmilega gleymist.
Í Lausaletri leiðir Þórdís Helgadóttir lesendur inn á prentsafn í óræðri evrópskri borg þar sem kyrrðin er þykk í ákafri bið en undir niðri bærast langanir og eftirsjá. Þar vinna Björn, handlaginn ungur glaumgosi, og Írena, smart klædd miðaldra kona, öllum öðrum starfsmönnum hefur verið sagt upp vegna heimsfaraldurs. Þau spjalla eins og samstarfsfólk spjallar, drekka óhóflegt magn af kaffi, dytta að vélum, endurraða í safnbúðinni og bíða gesta sem koma ekki ef frá er talinn kötturinn Sharon sem er daglegur aufúsugestur. Þráin eftir venju og óttinn við hið óþekkta byggja upp rólega spennu og hættu sem húkir yfir lygnum vötnum. Svo kemur óvæntur gestur.
Hinn persónulegi heimsendir
Það virðist vera heimsendaþema í jólabókaflóðinu í ár. Þar má nefna Sólgos eftir Arndísi Þórarinsdóttur, Eilífðarvetur eftir Emil Hjörvar Petersen, Þú sem ert á jörðu eftir Nínu Ólafsdóttur og Síðustu dagar skeljaskrímslisins eftir Steinunni G. Helgadóttur. Hér ber við kunnuglega tóna af …












































Athugasemdir