Eilífðarvetur
Eilífðarvetur sækir í klisjukenndan heim fantasíunnar en skilar sínu ágætlega að lokum.
Emil Hjörvar Petersen hefur undanfarin ár gefið út formúlukenndar fantasíubókmenntir sem eiga sér sterkar fyrirmyndir í enskumælandi bókmenntaiðnaði. Þríleikur Emils, Víghólar, Sólhvörf og Nornasveimur sverja sig í undirflokk furðusagnanna, glæpafantasíur. Undirritaður hefur sannarlega dottið inn í slíkan skáldskap. Þegar vel til tekst er varla skemmtilegri og yfirdrifnari afþreyingu að finna. Að auki er hægt að kaupa sér þannig bækur fyrir örfáar krónur á Amazon, en lesandi þarf að sama skapi að sætta sig við enskuna og vera með nokkuð opinn huga við lesturinn.
Gufusleðar og snjóbreiður
Emil Hjörvar hefur sagt skilið við glæpafantasíuna í bili og nýjasta bók hans, Eilífðarvetur, fjallar um hrískalda veröld eftir kjarnorkustríð. Heimurinn hefur farist í hvítum blossa og við tekur kjarnorkuvetur. Um þremur öldum síðar eru lesendur kynntir fyrir óvæginni náttúru og harðri lífsbaráttu eftirlifandi.
Þessi veröld er öfugsnúin Mad Max-martröð þar sem eyðimörk er skipt út fyrir snjóbreiður og kraftköggum fyrir gufusleða. Hér fáum …













































Athugasemdir