„Ég hef farið til Kathmandu í Nepal og það voru betri samgöngur frá flugvellinum þar. Þetta er þjóðarskömm,“ segir Björn Teitsson borgarfræðingur um samgöngurnar á milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarinnar. „Þetta er ekki svona í neinu öðru landi í Evrópu eða hinum vestræna heimi,“ bætir hann við.
Nokkuð hefur verið rætt um samgöngur á milli alþjóðaflugvallarins og Reykjavíkur í kjölfar nýlegrar rannsóknar Þórodds Bjarnasonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands. Þar var meðal annars leitt í ljós að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna nýti sér einkabíl til að komast til og frá flugvellinum.
Umdeilt fyrirkomulag
Björn segir það ekki tíðkast í öðrum löndum að ferðalagið á flugvöllinn sé dýrara en utanlandsferðin sjálf. Á Íslandi á það sérstaklega við um fólk úti á landi, líkt og nýleg rannsókn Þórodds varpaði ljósi á. Samkvæmt niðurstöðum hans fer fólk sem býr utan suðvesturhornsins talsvert minna til útlanda en fólk búsett þar, en Þóroddur telur …












































Athugasemdir (1)