Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“

„Ég hef farið til Kathmandu í Nepal og það voru betri samgöngur frá flugvellinum þar. Þetta er þjóðarskömm,“ segir Björn Teitsson borgarfræðingur um samgöngurnar á milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarinnar. „Þetta er ekki svona í neinu öðru landi í Evrópu eða hinum vestræna heimi,“ bætir hann við.

Nokkuð hefur verið rætt um samgöngur á milli alþjóðaflugvallarins og Reykjavíkur í kjölfar nýlegrar rannsóknar Þórodds Bjarnasonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands. Þar var meðal annars leitt í ljós að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna nýti sér einkabíl til að komast til og frá flugvellinum. 

Umdeilt fyrirkomulag 

Björn segir það ekki tíðkast í öðrum löndum að ferðalagið á flugvöllinn sé dýrara en utanlandsferðin sjálf. Á Íslandi á það sérstaklega við um fólk úti á landi, líkt og nýleg rannsókn Þórodds varpaði ljósi á. Samkvæmt niðurstöðum hans fer fólk sem býr utan suðvesturhornsins talsvert minna til útlanda en fólk búsett þar, en Þóroddur telur …

Kjósa
60
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HR
    Hildigunnur Rúnarsdóttir skrifaði
    Svo ef fólk vill sækja einhvern í flug þá eru þau stæði mjög langt frá stöðinni líka. Reyndar er verið að vinna í því svæði svo það er mögulega tímabundið.
    0
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Sammála síðasta ræðumanni, þar að auki eru vindgöngin sem liggja frá flugstöðinni að bílastæði 2 eins og frystiklefi frá eihverri útgerðinni, ekki séns að fá yl í helbláa fingur eftir að hafa barist við að höggva snjóskaflinn af bílnum, tala nú ekki um ástandið á frúnni sem hangið hefur í trekk frystiganganna meðan á öllu þessu stendur.
    3
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Ég tek undir þessa grein fullum hálsi.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
2
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár