Á meðan Samfylkingin hefur bætt við sig verulega hafa hinir stjórnarflokkarnir tveir, Viðreisn og Flokkur fólksins, tapað. Samkvæmt könnun Maskínu, sem birt var á Sýn í gærkvöldi, njóta þessir flokkar ekki lengur fylgi meirihluta Íslendinga.
Samfylkingin mælist í 29,1 prósent, Viðreisn í 13,5 og Flokkur fólksins mælist ansi nálægt jöfnunarmannaþröskuldinum með 5,6 prósent. Samanlagt mælast flokkarnir með 48,2 prósenta fylgi. Þetta er þó nægur stuðningur til að tryggja flokknum meirihluta þingsæta, þar sem útlit er fyrir að nokkur fjöldi atkvæða myndi falla dauð niður.
Stjórnarflokkarnir fengu rétt rúmlega helming atkvæða í síðustu kosningum en síðan þá hefur Samfylkingin risið hátt og bætt við samanlagt fylgi stjórnarflokkanna. Nú dugir stærð Samfylkingarinnar ekki til, þar sem hinir stjórnarflokkarnir tveir hafa tapað meiri stuðningi en flokkur forsætisráðherra hefur bætt við sig.
Stjórnarandstaðan í veikri stöðu
Stjórnarandastaðan er þannig ekki með meirihluta á bak við sig í könnuninni. Miðflokkur er í fyrsta sinn …















































Athugasemdir