Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Grænlendingar bregðast við og banna fasteignakaup útlendinga

Græn­lenska þing­ið sam­þykkti lög sem girða fyr­ir upp­kaup er­lendra að­ila á fast­eign­um og rétti til land­nýt­ing­ar eft­ir ágengni frá Banda­ríkj­un­um.

Grænlendingar bregðast við og banna fasteignakaup útlendinga
Vilja taka yfir Grænland Varaforseti Bandaríkjanna heimsótti Grænland síðasta vetur beint í kjölfar yfirlýsinga Bandaríkjaforseta um nauðsyn þess að taka yfir landið. Mynd: AFP

Grænlenska þingið hefur samþykkt lög sem takmarka rétt útlendinga til að eiga fasteignir í landinu. Þetta gerist í kjölfar aukins áhuga bandarískra fjárfesta á danska yfirráðasvæðinu sem Donald Trump forseti girnist og segir Bandaríkin þurfa að yfirtaka með einhverjum hætti.

Lögin voru samþykkt seint í gær með 21 atkvæði en sex þingmenn sátu hjá.

Einstaklingar sem ekki eru danskir ríkisborgarar og erlend fyrirtæki munu aðeins mega kaupa fasteignir eða landnotkunarréttindi ef þau hafa verið með fasta búsetu og greitt alla sína skatta á Grænlandi síðastliðin tvö ár.

„Fólk með danskan ríkisborgararétt getur keypt fasteignir og landnotkunarréttindi á Grænlandi,“ segir í nýju lögunum.

Fyrr á þessu ári sýndi könnun danska dagblaðsins Politiken að áhugi Bandaríkjamanna á að eignast fasteignir á Grænlandi færi vaxandi.

Frá því að Trump sneri aftur í Hvíta húsið í janúar hefur hann ítrekað sagt að Bandaríkin þurfi á þessari auðlindaríku eyju, sem er hernaðarlega mikilvæg, að halda af öryggisástæðum og hefur neitað að útiloka valdbeitingu til að tryggja hana.

Nýja löggjöfin þýðir að aðeins fólk og fyrirtæki frá Grænlandi, Færeyjum og Danmörku munu mega kaupa fasteignir og rétt til landnýtingar á Grænlandi.

Samkvæmt Politiken og grænlenska miðlinum Sermitsiaq var deilt um hvort krafa um búsetu ætti að ná til fimm ára eða tveggja ára, eins og reyndin varð. Hægt er að sækja um undanþágu frá reglunum til ráðherra.

Nýju lögin eiga að taka gildi 1. janúar.

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár