Grænlendingar bregðast við og banna fasteignakaup útlendinga

Græn­lenska þing­ið sam­þykkti lög sem girða fyr­ir upp­kaup er­lendra að­ila á fast­eign­um og rétti til land­nýt­ing­ar eft­ir ágengni frá Banda­ríkj­un­um.

Grænlendingar bregðast við og banna fasteignakaup útlendinga
Vilja taka yfir Grænland Varaforseti Bandaríkjanna heimsótti Grænland síðasta vetur beint í kjölfar yfirlýsinga Bandaríkjaforseta um nauðsyn þess að taka yfir landið. Mynd: AFP

Grænlenska þingið hefur samþykkt lög sem takmarka rétt útlendinga til að eiga fasteignir í landinu. Þetta gerist í kjölfar aukins áhuga bandarískra fjárfesta á danska yfirráðasvæðinu sem Donald Trump forseti girnist og segir Bandaríkin þurfa að yfirtaka með einhverjum hætti.

Lögin voru samþykkt seint í gær með 21 atkvæði en sex þingmenn sátu hjá.

Einstaklingar sem ekki eru danskir ríkisborgarar og erlend fyrirtæki munu aðeins mega kaupa fasteignir eða landnotkunarréttindi ef þau hafa verið með fasta búsetu og greitt alla sína skatta á Grænlandi síðastliðin tvö ár.

„Fólk með danskan ríkisborgararétt getur keypt fasteignir og landnotkunarréttindi á Grænlandi,“ segir í nýju lögunum.

Fyrr á þessu ári sýndi könnun danska dagblaðsins Politiken að áhugi Bandaríkjamanna á að eignast fasteignir á Grænlandi færi vaxandi.

Frá því að Trump sneri aftur í Hvíta húsið í janúar hefur hann ítrekað sagt að Bandaríkin þurfi á þessari auðlindaríku eyju, sem er hernaðarlega mikilvæg, að halda af öryggisástæðum og hefur neitað að útiloka valdbeitingu til að tryggja hana.

Nýja löggjöfin þýðir að aðeins fólk og fyrirtæki frá Grænlandi, Færeyjum og Danmörku munu mega kaupa fasteignir og rétt til landnýtingar á Grænlandi.

Samkvæmt Politiken og grænlenska miðlinum Sermitsiaq var deilt um hvort krafa um búsetu ætti að ná til fimm ára eða tveggja ára, eins og reyndin varð. Hægt er að sækja um undanþágu frá reglunum til ráðherra.

Nýju lögin eiga að taka gildi 1. janúar.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu