Grænlendingar bregðast við og banna fasteignakaup útlendinga

Græn­lenska þing­ið sam­þykkti lög sem girða fyr­ir upp­kaup er­lendra að­ila á fast­eign­um og rétti til land­nýt­ing­ar eft­ir ágengni frá Banda­ríkj­un­um.

Grænlendingar bregðast við og banna fasteignakaup útlendinga
Vilja taka yfir Grænland Varaforseti Bandaríkjanna heimsótti Grænland síðasta vetur beint í kjölfar yfirlýsinga Bandaríkjaforseta um nauðsyn þess að taka yfir landið. Mynd: AFP

Grænlenska þingið hefur samþykkt lög sem takmarka rétt útlendinga til að eiga fasteignir í landinu. Þetta gerist í kjölfar aukins áhuga bandarískra fjárfesta á danska yfirráðasvæðinu sem Donald Trump forseti girnist og segir Bandaríkin þurfa að yfirtaka með einhverjum hætti.

Lögin voru samþykkt seint í gær með 21 atkvæði en sex þingmenn sátu hjá.

Einstaklingar sem ekki eru danskir ríkisborgarar og erlend fyrirtæki munu aðeins mega kaupa fasteignir eða landnotkunarréttindi ef þau hafa verið með fasta búsetu og greitt alla sína skatta á Grænlandi síðastliðin tvö ár.

„Fólk með danskan ríkisborgararétt getur keypt fasteignir og landnotkunarréttindi á Grænlandi,“ segir í nýju lögunum.

Fyrr á þessu ári sýndi könnun danska dagblaðsins Politiken að áhugi Bandaríkjamanna á að eignast fasteignir á Grænlandi færi vaxandi.

Frá því að Trump sneri aftur í Hvíta húsið í janúar hefur hann ítrekað sagt að Bandaríkin þurfi á þessari auðlindaríku eyju, sem er hernaðarlega mikilvæg, að halda af öryggisástæðum og hefur neitað að útiloka valdbeitingu til að tryggja hana.

Nýja löggjöfin þýðir að aðeins fólk og fyrirtæki frá Grænlandi, Færeyjum og Danmörku munu mega kaupa fasteignir og rétt til landnýtingar á Grænlandi.

Samkvæmt Politiken og grænlenska miðlinum Sermitsiaq var deilt um hvort krafa um búsetu ætti að ná til fimm ára eða tveggja ára, eins og reyndin varð. Hægt er að sækja um undanþágu frá reglunum til ráðherra.

Nýju lögin eiga að taka gildi 1. janúar.

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár