Meina of feitum um vegabréfsáritun

Fólk sem á börn með sér­þarf­ir eða er of feitt get­ur feng­ið synj­un um vega­bréfs­árit­un sem inn­flytj­end­ur sam­kvæmt nýj­um til­mæl­um banda­rískra stjórn­valda.

Meina of feitum um vegabréfsáritun
Donald Trump Forsetinn hefur gert fækkun innflytjenda að einkennismerki sínu. Mynd: AFP

Bandaríkin munu héðan í frá geta synjað fólki um vegabréfsáritun vegna holdarfars þess og barna þeirra sem hafa sérþarfir, samkvæmt nýjum tilmælum ríkisstjórnar Donalds Trump.

Í tilkynningu sem send var fyrr í þessum mánuði biður Marco Rubio utanríkisráðherra bandarísk sendiráð að taka tillit til þátta eins og offitu þegar langtíma vegabréfsáritanir eru gefnar út, á þeim forsendum að offita geti „krafist dýrrar, tímafrekrar umönnunar.“

Þar er einnig beðið sendiráðum að meta hvort einhverjir á framfæri umsækjenda hafi „fötlun, langvinna sjúkdóma eða aðrar sérþarfir og þurfi umönnun“ að því marki að umsækjandinn geti haft skerta starfsgetu vegna þess.

KFF Health News greindi fyrst frá tilkynningunni. Einstaklingur sem sá hana staðfesti innihald hennar við fréttaþjónusut AFP.

Bandaríkjamenn eru nú þegar ein feitasta þjóð heims, sem tengist þáttum eins og mataræði og skorti á hreyfingu.

Um 40 prósent bandarísku þjóðarinnar eru of feit, og er hlutfallið að meðaltali hærra í ríkjum sem kusu Trump.

Nýju leiðbeiningarnar munu eiga við um fólk sem sækist eftir því að flytja til Bandaríkjanna en ekki útlendinga í stuttum heimsóknum.

Bandaríkin hafa lengi litið til þess hvort einstaklingur myndi verða „opinber byrði“ – það er að segja, reiða sig á opinbert fé – áður en innflytjendum er veittur aðgangur, þar á meðal þegar Bandaríkjamenn sækjast eftir því að flytja maka sína til landsins.

En Trump hefur verið sérstaklega ákafur í að finna ástæður til að neita fólki um inngöngu í landið í samræmi við kosningaloforð um að stemma stigu við fólksflutningum til Bandaríkjanna.

„Það er ekkert leyndarmál að ríkisstjórn Trumps setur hagsmuni bandarísku þjóðarinnar í fyrsta sæti,“ sagði Tommy Pigott, talsmaður utanríkisráðuneytisins.

„Þetta felur í sér að framfylgja stefnu sem tryggir að innflytjendakerfi okkar sé ekki byrði á bandarískum skattgreiðendum.“

Ríkisstjórn Trumps hefur fjármagnað auknar aðgerðir í innflytjendamálum í því skyni að vísa óskráðum innflytjendum úr landi í stórum stíl, jafnvel þótt þeir hafi ekki framið aðra glæpi en brot á innflytjendalögum.

Rubio hefur einnig reynt að afturkalla vegabréfsáritanir fyrir fólk sem er talið ganga gegn utanríkisstefnu Bandaríkjanna, þar á meðal vegna yfirlýsinga um Ísrael.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu