Hundar og kettir loksins sjálfsagðir í fjölbýli

Laga­breyt­ing Ingu Sæ­land var sam­þykkt á Al­þingi í dag með þeirri rétt­ar­bót fyr­ir hunda- og katta­eig­end­ur að þeir þurfa ekki leng­ur sam­þykki ná­granna sinna fyr­ir að hafa gælu­dýr­in.

Hundar og kettir loksins sjálfsagðir í fjölbýli
Hundur í borginni Hundabanni var með öllu aflétt í Reykjavík 2007, en fram að því hafði þurft undanþágu. Mynd: Golli

Stórt skref var tekið í réttindabaráttu hunda í dag þegar lög um fjöleignarhús voru uppfærð á Alþingi til þess að snúa við réttarstöðu hunda- og kattaeigenda. Það þýðir að gæludýraeigendurnir þurfa ekki lengur leyfi nágranna, heldur þarf aukinn meirihluta nágranna til þess að banna einstaka hunda og ketti, jafnvel þótt íbúðir deili sama stigagangi.

Hundar voru bannaðir

Hundahald var lengi vel bannað í Reykjavík og voru þeir réttdræpir innan borgarmarkanna. Eftir 60 ára hundabann voru hundar loksins leyfðir í Reykjavík árið 1984 með undanþágu, en áfram bannaðir að nafninu til. Það var ekki fyrr en 2007 að hundabanninu var formlega aflétt. Fleiri takmarkanir hafa þó verið áfram, eins og það skilyrði að hunda- og kattaeigendur þurfi leyfi nágranna sinna í fjölbýli til þess að halda dýrin. Í lögum um fjöleignarhús sagði þannig fyrir daginn í dag: „Hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi er háð samþykki 2/ 3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang.“

Inga SælandLagði fram frumvarp um uppfærð lög um fjöleignarhús sem tryggja hunda- og kattaeigendum réttindi til að halda gæludýrin sín.

Í framsöguræðu sinni á Alþingi í haust undirstrikaði Inga Sæland að breytingunum væri ætlað að liðka fyrir hunda- og kattahaldi fólks óháð efnahag og búsetu – enda hefðu fyrri lög orðið til þess að íbúar í fjöleignarhúsum hefðu haft minni möguleika á slíku dýrahaldi en fólk í sérbýli. Um væri að ræða sanngjarnt og málefnalegt skref í átt að nútímalegri löggjöf um gæludýrahald.

„Við tökum mið af því hvernig fólk býr og lifir – og við treystum fólki til að axla ábyrgð,“ sagði hún. „Á undanförnum árum hafa áhrif gæludýra á líðan fólks fengið aukna athygli. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að nærvera gæludýra eykur vellíðan, dregur úr einmanaleika og ýtir undir hreyfingu og útiveru. Margir líta á hund eða kött sem fjölskyldumeðlim og mikilvægan félaga þeirra sem búa einir – ekki síst eldra fólk og ungt fólk í viðkvæmri stöðu.“

Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
4
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár