Aðeins tveir frambjóðendur eru eftirstandandi til formennsku í stjórnmálaaflinu Pírötum eftir að Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi flokksins, tilkynnti um að hún hyrfi frá framboði í morgun.
Dóra tilkynnti um framboð sitt 24. október en bakkar nú vegna viðbragða við hugmyndum hennar um nafnabreytingu á Pírötum og áherslu á að flokkurinn sé opinn til vinstri og hægri, frekar en að þróast lengra til vinstri.
„Ég ætlaði ekki að skapa óeiningu og sundrungu í flokknum og þvert á móti. Ég held ekki að það sé það sem flokkurinn þarfnast á þessum viðkvæma tímapunkti,“ segir Dóra.
Píratar duttu út af þingi í alþingiskosningunum fyrir ári, þegar þeir hlutu kjör langt undir fylgi sínu síðustu ár. Í júní árið 2022 mældust þeir með 16% fylgi í þjóðarpúlsi Gallups, en nú er fylgið 3,9%. Píratar eru því rétt við að ná inn á þing aftur eftir að hafa verið þar frá 2013, eftir að hafa …
















































Athugasemdir