Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Íslandsbanki festir niður sögulega háa vexti eftir dóm

Með­al­vext­ir fastra verð­tryggðra hús­næð­is­lána Ís­lands­banka hafa ver­ið um 3,6% frá 2012 en eru nú fast­ir í 4,75% með lág­mark­ið í 3,5%, eft­ir við­brögð bank­ans við vaxta­dómi Hæsta­rétt­ar.

Íslandsbanki festir niður sögulega háa vexti eftir dóm
Jón Guðni Ómarsson Bankastjóri Íslandsbanka varð fyrstur til að bregðast við vaxtadómi Hæstaréttar með nýju fyrirkomulagi verðtryggðra húsnæðislána. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Eftir hlé á veitingu verðtryggðra húsnæðislána í kjölfar vaxtadóms Hæstaréttar í síðasta mánuði, hefur Íslandsbanki nú riðið á vaðið með nýja útfærslu lánaskilmála sem sækja má um strax. Fastir vextir verðtryggðra lána verða 4,75% til fimm ára af nýjum lánum, líkt og fyrir dóminn. Þeir vextir eru þó sögulega háir. Að meðaltali hafa vextir sömu lána verið um 3,6% frá árinu 2012 hjá Íslandsbanka, en nú boðar bankinn að ekki verði farið niður fyrir 3,5% en allt upp í 5,25%.

Breytilegir vextir 10,85%

Óverðtryggð húsnæðislán með breytilegum vöxtum voru 10,25%, en verða núna 10,85%, eða hærri en nokkru sinni fyrr hjá Íslandsbanka frá því sem gögn sýna aftur til ársins 2012. Þau eru þó ekki veitt lengur, nema til fyrstu kaupa. Samkvæmt núgildandi vaxtatöflu bankans eru þeir reiknaðir sem stýrivextir að viðbættu 3,35% álagi. 

Hins vegar býður Íslandsbanki fasta óverðtryggða vexti til fimm ára með 8,15% vöxtum, sem endurspeglar forspá …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Þeir nýju skilmálar sem Íslandsbanki kynnir nú til sögunnar eru fljótt á litið enn ólöglegri en þeir sem voru dæmdir ólöglegir 14. október og fleiri nýjum ólöglegum atriðum hefur verið bætt við! Meðal annars svokölluðu vaxtagólfi sem hefur verið dæmt ólöglegt á Spáni samkvæmt nákvæmlega sömu reglum og gilda hér á landi á grundvelli EES samningsins.

    Þessi nýju lán eru alls ekki á föstum vöxtum heldur breytilegum eins og var staðfest fyrir átta árum síðan með dómi Hæstaréttar Íslands í máli gegn Íslandsbanka sjálfum!

    Að auglýsa eða kynna lán ranglega með föstum vöxtum sem er raunverulega með breytilegum vöxtum er sjálfstætt og nýtt lögbrot sem er nú þegar fullframið!

    Þessum raðlögbrjótum virðist ekki vera við bjargandi heldur forherðist þeir ef eitthvað er.

    https://www.facebook.com/groups/heimilin/permalink/10164270224389289/
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár