„Spennt að heyra hvað við Sjálfstæðismenn gerum af okkur næst“

Formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins svar­aði kalli flokks­manna um skýra stefnu, kynnti nýja ásýnd og hjó til Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Hún hrós­aði Bjarna Bene­dikts­syni fyr­ir sterk rík­is­fjár­mál, en gagn­rýn­ir Kristrúnu Frosta­dótt­ur fyr­ir verð­bólgu og háa vexti.

„Spennt að heyra hvað við Sjálfstæðismenn gerum af okkur næst“
Guðrún Hafsteinsdóttir Svaraði kalli flokksmanna um skýrari stefnu á fundi í Valhöll í dag. Mynd: Golli

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, beindi spjótum sínum að Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Samfylkingunni í ræðu sinni í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, í dag þar sem ný ásýnd flokksins og stefna var kynnt.

Guðrún gagnrýndi Kristrúnu fyrir að ætla sér að „berja niður vexti með sleggju“, eins og hún boðaði í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningar, þar sem Samfylkingin fékk meiri stuðning en Sjálfstæðisflokkurinn og náði að koma saman meirihluta.

„Við berjum enda ekki niður vexti með sleggu. Þeir eru ákveðnir af peningastefnunefnd Seðlabanka, eins og hagfræðingurinn Kristrún Frostadóttir á að vita. Og þeir verða ekki lækkaðir nema nefndin sé sannfærð um að verðbólgan rjúki ekki upp í kjölfarið. Til þess að svo verði þurfa ríkisfjármálin að vera í lagi. Heiðarlegra hefði því verið af Kristrúnu að segja einfaldlega: Við ætlum okkur að halda áfram góðri og traustri vinnu Bjarna Benediktssonar í fjármálaráðuneytinu við að ná tökum á ríkisfjármálunum. Og um leið vonumst við til þess að peningastefnunefndin haldi áfram að lækka vexti eins og hún var byrjiuð að gera í tíð fyrri ríkisstjórnar.“

Vextir náðu hátindi hjá Sjálfstæðisflokknum

Bjarni Benediktsson, forveri Guðrúnar í formannsstóli, var fjármálaráðherra frá árinu 2017 til október 2023. Í hans ráðherratíð lækkuðu stýrivextir gríðarlega vegna áhyggja innan Seðlabankans af kælandi áhrifum Covid-faraldursins á efnahagslífið, en hækkuðu síðan ört, þar til þeir náðu hámarki í 9,25%, þar sem þeir voru enn þegar Bjarni hætti sem fjármálaráðherra.

Í október 2023 tók Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, einnig í Sjálfstæðisflokknum, við fram til apríl í fyrra, þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, tók við ráðuneytinu í nokkra mánuði.

Meginvextir Seðlabanka Íslands voru 9,25% þegar Bjarni Benediktsson hætti sem fjármálaráðherra og alla ráðherratíð Þórdísar Kolbrúnar, en eru nú 7,5% og hafa lækkað um eitt prósentustig í tíð nýrrar ríkisstjórnar sem tók við fyrir tæpu ári. Þeir hafa staðið í stað frá því í maí vegna þess að 12 mánaða verðbólga hefur ekki náðst niður og er nú svipuð og í febrúar.

Kristrún hafi stöðvað vaxtalækkun

Guðrún sagði í ræðu sinni að vaxtalækkunarferlið hafi hafist á vakt Sjálfstæðisflokksins.

„En Samfylkingin lætur ekki sannleikann skemma gott slagorð og hún bregst heldur aldrei vondum málstað. Vaxtalækkunarferlið hófst einmitt í tíð fyrri ríkisstjórnar með okkar mann, Bjarna Benediktsson í fjármálaráðuneytinu og svo í forsætisráðuneytinu. Greiningadeildum bankanna bar svo saman um að vextir myndu taka að lækka á komandi fjórðungum og það ríkti bjartsýni í samfélaginu. Svo tók ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur við og hefur tekist á örskömmum tíma að stöðva vaxtalækkunarferlið,“ sagði Guðrún í ræðu sinni.

Guðrún lýsti undrun og hneykslun yfir því að Kristrún Frostadóttir hefði lagt ábyrgðina á verðbólgu á fyrri ríkisstjórn.

„En botninn tók endanlega úr þegar forsætisráðherra leyfði sér að kenna okkur um hávaxtastigið – okkur! Mikill er máttur okkar Sjálfstæðismanna í stjórnarandstöðu ef verðbólguskot núna í október og nóvember er okkur að kenna. Sú sakbending er alveg stórbrotin nýjung. En þetta á ekki að koma okkur Sjálfstæðismönnum á óvart. Þau skreyta sig með ábyrgð og festu okkar Sjálfstæðismanna, en heimfæra á sama tíma eigin mistök upp á okkur. Málflutningur Kristrúnar Frostadóttur í ræðustól Alþingis í vikunni var svo ævintýralegur að ég er eiginlega orðin spennt að heyra hvað við Sjálfstæðismenn gerum af okkur næst“.

Ástæðan fyrir mikilli vaxtahækkun Seðlabankans er af hagfræðingum talin vera framboðsskortur vegna áhrifa viðbragða við Covid-faraldrinum, svo sem rofs á aðfangakeðjum, og svo þau viðbrögð ríkisstjórna og seðlabanka að auka ríkisútgjöld og lækka verulega stýrivexti, sem leiddi til mikillar hækkunar á fasteignaverði. Bæði verðhækkun fasteignaverðs, sem hefur ýtt mest undir verðbólgu, og svo mæld verðbólga og stýrivextir, hafa verið mun hærri á Íslandi en í samanburðarlöndum. Ýmsar skýringar hafa síðan verið færðar á því hvers vegna verðbólga, og þar með hækkun fasteignaverðs og húsaleigu, hafi ekki sjatnað hér á landi. Guðrún benti á ábyrgð borgarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík á því að takmarka fjölgun lóða til húsbygginga, en hann er leiddur af Samfylkingunni.

Vill lækka tekjuskatt

Guðrún boðaði skýra stefnu, sem væri að lækka skatta.

„Sjálfstæðismenn hafa beðið um skýra stefnu frá formanni og hér er hún: Vextir verða að lækka og styrk stjórn Sjálfstæðismanna í ríkisfjármálum er ein meginforsenda fyrir vaxtalækkunarferli. Við viljum lækka tekjuskattinn. Við viljum gagngera endurskoðun á tryggingagjaldinu. Og við viljum lækka veltumörk virðisaukaskatts svo einyrkjar og lítil fyrirtæki fái meiri slaka til að vaxa og dafna.“

Tekjuskattsprósenta hefur hins vegar ekki breyst frá því Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn og Bjarni Benediktsson var forsætisráðherra. Skattalækkanir eru af hagfræðingum taldar orsaka hækkun verðbólgu, en niðurskurður í útgjöldum ríkisins verkar til lækkunar verðbólgu.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur farið lækkandi í könnunum. Hann mældist með 17,6% stuðning í síðasta þjóðarpúlsi Gallups í lok október á meðan Samfylkingin hlaut 32% stuðning.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár