Karlmaður hlaut 5 mánaða skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Reykjaness í október fyrir að falsa sakavottorð til að fela fyrri dóma sína þegar hann sótti um vinnu. Fyrir vikið gerðist hann sekur um skjalafals.
Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið örvæntingarfullur í leit að vinnu og gripið til þess að falsa sakavottorð og senda á mögulegan vinnuveitanda með það fyrir augum að fá starf.
Samkvæmt dómnum játaði maðurinn brotið skýlaust. Hann sagðist hafa orðið fyrir höfuðhöggi í slysi árið 2020 sem hafi haft mikil áhrif á hvatastjórn hans og verið atvinnulaus um tíma.
Maðurinn hafði áður hlotið tvo skilorðsbundna dóma fyrir líkamsárás samkvæmt 218. gr. almennra hegningarlaga. Það var þó aðeins til að fela fyrri dóminn sem hann falsaði sakavottorð, því síðari dómurinn féll eftir að skjalafölsunin átti sér stað.













































Athugasemdir (1)