Atvinnuvegaráðuneyti Hönnu Katrínar Friðriksson ráðherra hefur birt drög að frumvarpi sem veitir Samkeppniseftirlitinu víðtækari rannsóknarheimildir, þar á meðal heimild til að framkvæma húsleit í heimahúsum stjórnenda og lykilstarfsmanna fyrirtækja ef grunur leikur á brotum á samkeppnislögum. Drögin eru birt í samráðsgátt stjórnvalda.
Samkvæmt gildandi lögum nær heimild Samkeppniseftirlitsins til vettvangsrannsókna eingöngu til starfsstöðva fyrirtækja. Ef frumvarpið verður að lögum gæti eftirlitið framvegis leitað á öðrum stöðum þar sem talið er að gögn eða upplýsingar kunni að vera varðveittar. Ráðuneytið segir breytinguna samræmast framkvæmd í öðrum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu og kröfum sem gerðar eru samkvæmt evrópskum samkeppnisrétti.
Frumvarpið felur í sér fyrstu heildarendurskoðun samkeppnislaga frá árinu 2020. Breytingarnar taka mið af ábendingum Ríkisendurskoðunar sem settar voru fram í skýrslu frá júlí 2022, þar sem farið var yfir stjórnsýslu og starfsemi Samkeppniseftirlitsins.
Á meðal annarra breytinga sem lagðar eru til eru ný ákvæði um samrunaeftirlit. Veltumörk tilkynningarskyldra samruna verða hækkuð til …














































Athugasemdir