Breskur álitsgjafi handtekinn í Bandaríkjunum eftir gagnrýni á þjóðarmorð

Lög­reglu­sveit­in ICE hand­tók álits­gjaf­ann Sami Hamdi, sem hef­ur gagn­rýnt þjóð­armorð Ísra­els í Palestínu. Trump-stjórn­in geng­ur lengra í að vísa fólki úr landi fyr­ir tján­ingu gegn vald­beit­ingu.

Breskur álitsgjafi handtekinn í Bandaríkjunum eftir gagnrýni á þjóðarmorð
Sami Hamdi Ríkisstjórn Donalds Trump telur hann ógna þjóðaröryggi með tjáningu sinni. Mynd: CAIR

Bandaríska innflytjendalögreglan, ICE, hefur handtekið  breska álitsgjafann Sami Hamdi, ógilt vegabréfsáritun hans og ætlar að vísa honum úr landi í stað þess að leyfa honum að ljúka fyrirhugaðri fyrirlestraröð í Bandaríkjunum, að sögn embættismanns í Heimavarnarráðuneytinu.

Tricia McLaughlin, upplýsingafulltrúi Heimavarnaráðuneytisins, sagði á samfélagsmiðlinum X að ICE hefði Hamdi í haldi. „Með Trump sem forseta verður þeim sem styðja hryðjuverk og grafa undan þjóðaröryggi Bandaríkjanna ekki leyft að vinna hér eða heimsækja þetta land,” skrifaði hún.

Hamdi flutti ræðu á hátíðarkvöldi Samtaka um samband Bandaríkjanna og íslams (Council on American-Islamic Relations, CAIR) í Sacramento í Kaliforníu á laugardag og átti að tala á öðrum viðburði samtakanna í Flórída í gær. Samtökin, sem eru stærstu hagsmuna- og réttindasamtök múslima í Bandaríkjunum, sögðu í yfirlýsingu að hann hefði verið handtekinn á alþjóðaflugvellinum í San Francisco vegna gagnrýni hans á þjóðarmorð Ísraels í Palestínu.

Íhaldssamir áhrifamenn höfðu hvatt stjórn Trumps til að vísa Hamdi úr landi. Hamdi hefur komið fram sem greinandi og álitsgjafi á breskum sjónvarpsstöðvum og gagnrýnt harðlega þjóðarmorð á Palestínumönnum af hálfu Ísraels. CAIR krafðist lausnar hans á sunnudag og sakaði stjórn Trumps um að hafa handtekið hann vegna gagnrýni hans á ríkisstjórn Ísraels.

Fréttastofa Reuters náði ekki tali af Hamdi. Edward Ahmed Mitchell, aðstoðarframkvæmdastjóri CAIR, sagði að Hamdi hefði áður hafnað því að styðja íslamska vígamenn og að lögfræðingar samtakanna hefðu ekki náð í hann síðdegis á sunnudag.

„Að ræna áberandi breskum múslimskum blaðamanni og stjórnmálaálitsgjafa í fyrirlestraferð um Bandaríkin vegna þess að hann þorði að gagnrýna þjóðarmorð ríkisstjórnar Ísraels er augljós árás á tjáningarfrelsi,” sagði CAIR í yfirlýsingu.

Íhaldskonan Laura Loomer lýsti því á sunnudag yfir að hún ætti heiðurinn af handtöku Hamdi. Loomer, sem er náin Trump Bandaríkjaforseta, þakkaði utanríkisráðherranum Marco Rubio fyrir handtökuna og sagðist hafa tilkynnt honum um ógn af „íslamskri innrás“.

Trump-stjórnin hefur víkkað út skilgreiningar á hryðjuverkamönnum og heitið að leita bæði uppi andfasista, merkta Antifa, og meint stuðningsfólk þeirra. Auk þess hafa meintir fíkniefnasmyglarar verið skilgreindir sem óvinahermenn og lýstir réttdræpir af Bandaríkjaforseta, sem hefur staðið að aflífun á um 40 þeirra með loftárásum á Karíbahafi og Kyrrahafi síðustu vikur.

Síðan í janúar hefur stjórn Trumps hrundið af stað umfangsmiklum aðgerðum gegn innflytjendum, þar á meðal aukinni skimun á samfélagsmiðlum, ógildingu vegabréfsáritana hjá fólki sem hún segir hafa stutt morðið á íhaldssama aktívistanum Charlie Kirk, og brottvísunum nemenda á vegabréfsáritunum og grænkortshafa sem hafa lýst stuðningi við Palestínumenn og gagnrýnt framgöngu Ísraels í stríðinu á Gaza.

Herför Ísraels á Gaza, sem hófst í kjölfar árásar palestínska vígahreyfingarinnar Hamas á suðurhluta Ísraels 7. október 2023, hefur kostað tugþúsundir Palestínumanna lífið og lagt stór svæði í rúst. Ísrael segir að herförin beinist gegn Hamas og að reynt sé að forðast mannfall óbreyttra borgara, en rannsóknarnefnd SÞ taldi í síðasta mánuði að Ísrael hefði framið þjóðarmorð á Gaza. Ísrael hafnar þeirri ásökun.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Mjög áleitin spurning er hvort fasismi sé að festa rætur í BNA sem lengi hafa verið fyrirmyndaríki við að viðurkenna mannréttindi og lýðræði.
    Með Donald Trump virðist vera komin önnur sjónarmið en áður tíðkuðust.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár