Umdeilt fyrirtæki varð enn umdeildara þegar embætti héraðssaksóknara gerði í dag húsleit hjá Terra umhverfisþjónustu hf.
Fyrirtækið er grunað um að hafa átt samráð um skiptingu markaðar fyrir sorphirðu með öðru félagi, Kubbi ehf. á Ísafirði. Félögin þjónusta sveitarfélög landsins og hafa tekið þátt í útboðum. Rannsóknin beinist að ætluðum brotum starfsmanna fyrirtækjanna og grundvallast á kæru Samkeppniseftirlitsins, sem vísar til greinar samkeppnislaga um bann við samstilltum aðgerðum til að koma í veg fyrir samkeppni.
Sex voru handtekin í dag og var gerð húsleit á níu stöðum. Ekki er gefið upp nákvæmlega um hvað ræðir, en samkvæmt heimildum snýr grunurinn að því að félögin hafi skipt með sér svæðum.
Um er að ræða mikla hagsmuni fyrir útsvarsgreiðendur og sveitarfélög. Þannig var velta félaganna yfir 11 milljarðar króna.

Hagnaðist um hálfan milljarð
Fyrr í mánuðinum vakti Terra athygli …












































Athugasemdir