Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Drápu tvo á Kyrrahafinu

Banda­ríski her­inn gerði loft­árás á bát. Stríðs­mála­ráð­herr­ann seg­ir fíkni­efna­smygl­ara vera hryðju­verka­menn.

Drápu tvo á Kyrrahafinu
Pete Hegseth Boðaði fyrir yfirmönnum Bandaríkjahers að yfirvofandi væri stríð gegn óvininum innra. Mynd: AFP

Tveir létust í nýrri árás Bandaríkjahers á bát sem sagður var notaður til fíkniefnasmygls, að sögn Pete Hegseth stríðsmálaráðherra í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem bandarísk yfirvöld tilkynna um slíka árás á Kyrrahafinu, en síðustu vikur hafa Bandaríkin gert loftárásir á báta á Karíbahafinu.

Árásin, sem Hegseth tilkynnti um í færslu á X þar sem sýnt var myndband af báti í ljósum logum, er sú áttunda hið minnsta og hafa að minnsta kosti 34 manns látið lífið í þeim.

„Tveir fíkniefnahryðjuverkamenn voru um borð í bátnum þegar árásin var gerð á alþjóðlegu hafsvæði. Báðir hryðjuverkamennirnir létust og enginn bandarískur hermaður særðist í árásinni,“ sagði Hegseth í færslunni um árásina sem gerð var á þriðjudag.

„Þeir munu hvergi finna skjól eða fyrirgefningu – aðeins réttlæti“
Pete Hegseth
Stríðsmálaráðherra

„Rétt eins og Al-Kaída háði stríð gegn heimalandi okkar, heyja þessi glæpasamtök stríð gegn landamærum okkar og fólki. Þeir munu hvergi …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GM
    Gretar Marinosson skrifaði
    Mjög alvarlegt ef forseti Bandaríkjanna hunsar bæði bandarísk og alþjóðleg lög til að koma sínu fram. Þar með er grafið undan réttarríkinu.
    1
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    Mál til umhugsunsar.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
2
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
5
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár