Gengi hlutabréfa í fjarskipta- og fjölmiðlafyritækinu Sýn heldur áfram að lækka, þriðja daginn í röð. Verðmæti þess hefur dregist saman um nærri 30 prósent frá því að Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í síðustu viku.
Gengi bréfa í félaginu hefur aldrei verið jafn lágt og nú og stóð í 19,4 krónum á hlut í hádeginu. Virði bréfa var 27,2 á hlut áður en afkomuviðvörun fyrirtækisins var birt. Markaðsvirði félagsins hefur þannig lækkað úr um 6,74 milljörðum króna í um 4,81 milljarð króna.
Athugasemdir