Evrópusambandið náði í dag samkomulagi um áætlun til að efla hergagnaiðnað sinn, með upphaflegu fjármagni upp á 1,5 milljarða evra, eða 210 milljarða króna, til að auka framleiðslu og styrkja birgðakeðjur, að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðherraráði Evrópusambandsins.
Þessi þróun – sem er afrakstur langra samningaviðræðna – færir sambandið í þann farveg að bæta varnarviðbúnað sinn og miðar einnig að því að „styðja við samstarf í varnariðnaði við Úkraínu“, sagði í yfirlýsingu frá ráðinu, sem er fulltrúi aðildarríkjanna.
Fjárveitingin er veitt í formi styrkja í gegnum Evrópsku varnariðnaðaráætlunina (EDIP) og nær yfir tímabilið 2025–2027, samkvæmt samkomulagi sem gert var við Evrópuþingið.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fagnaði fréttunum og sagði þær mikilvægt skref í átt að því að ESB nái „varnarviðbúnaði fyrir árið 2030“.
Samningaviðræður um EDIP höfðu lengi staðið í stað vegna álitamálsins um hvort ætti að veita evrópskum hergögnum, vopnum og skotfærum …
Athugasemdir