Í vikunni var greint frá því að umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefði ákveðið að breyta nafni Bjargargötu í Vatnsmýri yfir í Kristínargötu.
Örnefnanefnd hafði sett Reykjavíkurborg stólinn fyrir dyrnar með fyrri nafngift götunnar, en hún þótti of lík nafni Bjarkargötu, sem er staðsett í miðbænum. Var götunafnanefnd því gert að finna nýtt nafn.
Heita eftir menntakonum
„Við höfðum verið í miklum vandræðum með að finna konu sem hentaði inn í þetta mengi,“ segir Óttar Kolbeinsson Proppé, íslenskufræðingur og einn þriggja nefndarmanna. „Þetta verður að vera einhver kona með tengsl við menntir og háskólann. Göturnar í kring eru nefndar eftir miklum menntakonum.“ Til dæmis hafi það njörvað valið talsvert niður að ekki er siður fyrir því að láta götur heita eftir lifandi eða nýlátnu fólki.
Starfsmaður Reykjavíkurborgar stakk þá, að sögn Óttars, upp á að láta götuna heita í höfuðið á Kristínu Ólafsdóttur lækni, fyrstu konunni sem útskrifaðist frá læknisfræði við …
Athugasemdir