Gata nefnd í höfuðið á langömmu nefndarmanns fyrir tilviljun

Bjarg­ar­gata mun héð­an í frá heita Krist­ín­ar­gata í höf­uð­ið á Krist­ínu Ólafs­dótt­ur lækni. Sú er langamma Ólaf­ar Skafta­dótt­ur, eins þriggja nefnd­ar­manna í göt­u­nafna­nefnd, sem átti þó ekki hug­mynd­ina.

Gata nefnd í höfuðið á langömmu nefndarmanns fyrir tilviljun
Fær nýtt nafn Gatan, sem liggur við hlið Grósku á háskólasvæðinu, verður endurnefnd í höfuðið á Kristínu Ólafsdóttur lækni. Mynd: Víkingur

Í vikunni var greint frá því að umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefði ákveðið að breyta nafni Bjargargötu í Vatnsmýri yfir í Kristínargötu.

Örnefnanefnd hafði sett Reykjavíkurborg stólinn fyrir dyrnar með fyrri nafngift götunnar, en hún þótti of lík nafni Bjarkargötu, sem er staðsett í miðbænum. Var götunafnanefnd því gert að finna nýtt nafn.

Heita eftir menntakonum

„Við höfðum verið í miklum vandræðum með að finna konu sem hentaði inn í þetta mengi,“ segir Óttar Kolbeinsson Proppé, íslenskufræðingur og einn þriggja nefndarmanna. „Þetta verður að vera einhver kona með tengsl við menntir og háskólann. Göturnar í kring eru nefndar eftir miklum menntakonum.“ Til dæmis hafi það njörvað valið talsvert niður að ekki er siður fyrir því að láta götur heita eftir lifandi eða nýlátnu fólki. 

Starfsmaður Reykjavíkurborgar stakk þá, að sögn Óttars, upp á að láta götuna heita í höfuðið á Kristínu Ólafsdóttur lækni, fyrstu konunni sem útskrifaðist frá læknisfræði við …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár