Brynhildur Glúmsdóttir, dóttir Sigríðar Á. Andersen, nýs þingflokksformanns Miðflokksins, var viðstödd landsþing Miðflokksins sem haldin var á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu um helgina. Hún var þó ekki þangað komin sem landsþingsfulltrúi heldur sem blaðamaður Morgunblaðsins og mbl.is.
Mánudaginn 13. október birtist í Morgunblaðinu fréttaskýring titluð „Lúxusvandi“ hjá Miðflokksmönnum eftir Brynhildi um þingið þar sem hún fór meðal annars yfir varaformannsslaginn milli Snorra Mássonar og Ingibjargar Davíðsdóttur.
Greint var frá því fyrr í dag að Sigríður hefði verið valin þingflokksformaður Miðflokksins en Bergþór Ólason sagði af sér því embætti nýlega.
Sigríður Á. Andersen bauð sig fyrst fram fyrir Miðflokkinn í fyrra en hún hafði áður verið ráðherra og þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Dóttir hennar hefur einnig látið til sín taka á sviði Sjálfstæðisflokksins en hún sat í stjórn Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, árin 2023-2025.
Mörg dæmi eru um að blaðamenn Morgunblaðsins taki þátt í stjórnmálastarfi, en oftast tengt Sjálfstæðisflokknum. Davíð …
Athugasemdir