Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Dóttir Sigríðar send af Mogganum á landsþing

Bryn­hild­ur Glúms­dótt­ir, dótt­ir Sig­ríð­ar Á. And­er­sen, sótti lands­þing Mið­flokks­ins sem blaða­mað­ur Morg­un­blaðs­ins. Hún tók með­al ann­ars við­töl við sam­starfs­fólk móð­ur sinn­ar í þing­flokkn­um.

Dóttir Sigríðar send af Mogganum á landsþing
Þingflokksformaður Sigríður var valin sem nýr þingflokksformaður Miðflokksins á miðvikudag. Hún hefur setið á þingi fyrir flokkinn frá síðustu kosningum en áður var hún þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokks. Mynd: Bára Huld Beck

Brynhildur Glúmsdóttir, dóttir Sigríðar Á. Andersen, nýs þingflokksformanns Miðflokksins, var viðstödd landsþing Miðflokksins sem haldin var á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu um helgina. Hún var þó ekki þangað komin sem landsþingsfulltrúi heldur sem blaðamaður Morgunblaðsins og mbl.is.

Mánudaginn 13. október birtist í Morgunblaðinu fréttaskýring titluð „Lúxusvandi“ hjá Miðflokksmönnum eftir Brynhildi um þingið þar sem hún fór meðal annars yfir varaformannsslaginn milli Snorra Mássonar og Ingibjargar Davíðsdóttur.

Greint var frá því fyrr í dag að Sigríður hefði verið valin þingflokksformaður Miðflokksins en Bergþór Ólason sagði af sér því embætti nýlega.

Sigríður Á. Andersen bauð sig fyrst fram fyrir Miðflokkinn í fyrra en hún hafði áður verið ráðherra og þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Dóttir hennar hefur einnig látið til sín taka á sviði Sjálfstæðisflokksins en hún sat í stjórn Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, árin 2023-2025.

Mörg dæmi eru um að blaðamenn Morgunblaðsins taki þátt í stjórnmálastarfi, en oftast tengt Sjálfstæðisflokknum. Davíð …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár