Guðbjörg keypti Lýsi í hruninu á 235 milljónir sem nú er selt fyrir 30 milljarða

Verð­mæti Lýs­is hef­ur meira en hund­rað­fald­ast frá því að nú­ver­andi for­stjóri og stjórn­ar­formað­ur misstu fyr­ir­tæk­ið frá sér í hrun­inu. Þau fá millj­arða í vas­ann auk þess að verða með­al stærstu hlut­hfa Brims við sölu fyr­ir­tæk­is­ins til út­gerð­ar­inn­ar.

Guðbjörg keypti Lýsi í hruninu á 235 milljónir sem nú er selt fyrir 30 milljarða
Vinur í raun Guðbjörg Matthíasdóttir kom vinum sínum Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni og Katrínu Pétursdóttur, aðaleigendum Lýsis, til bjargar í hruninu. Þau höfðu þá tapað fúlgum fjár og voru í persónulegum ábyrgðum fyrir háum lánum í bankakerfinu.

Verðmæti Lýsis í kaupum Brims er margfalt það sem fyrirtækið var metið á þegar Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona frá Vestmannaeyjum, keypti 84 prósenta hlut í því í miðju efnahagshruninu haustið 2008. Hún er þó ekki seljandinn nú, því Lýsi komst aftur í eigu fyrri eigenda, Katrínar Pétursdóttur forstjóra og Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar stjórnarformanns, skömmu eftir björgun Guðbjargar. 

Við stjórnvölinKatrín Pétursdóttir keypti Lýsi með móður sinni árið 1999 og hefur stýrt fyrirtækinu allar götur síðan. Hún naut aðstoðar Guðbjargar Matthíasdóttur í hruninu, sem keypti félagið af henni daginn eftir setningu neyðarlaganna, og seldi svo til baka nokkru síðar.

Brim ætlar að greiða 30 milljarða króna, að frádregnum vaxtaberandi skuldum, fyrir Lýsi. Það er hundraðfalt virði fyrirtækisins þegar Guðbjörg keypti það árið 2008. Katrín og Gunnlaugur koma til með að fá nærri átta milljarða króna, samanlagt, greitt út í reiðufé og annað eins í hlutabréfum í Brimi, stærsta útgerðarfélagi landsins, …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Þetta er spurning um ,,gæsalappir"
    0
  • GO
    Guðmundur Oddgeirsson skrifaði
    Hver er slóð milljarðanna, er verið að moka úr lífeyrissjóðum eða eru þetta sýndarviðskipti þar sem virði hlutanna er kjaftað upp?
    2
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Græðgin með ólíkindum.
    3
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Það er með ólíkindum hvað nánast allt verður að gulli sem þessi kona kemur nálægt. Leitt að Morgunblaðið sé henni þungur baggi en kannski það verði að gulli líka að nokkrum árum liðnum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár