Verðmæti Lýsis í kaupum Brims er margfalt það sem fyrirtækið var metið á þegar Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona frá Vestmannaeyjum, keypti 84 prósenta hlut í því í miðju efnahagshruninu haustið 2008. Hún er þó ekki seljandinn nú, því Lýsi komst aftur í eigu fyrri eigenda, Katrínar Pétursdóttur forstjóra og Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar stjórnarformanns, skömmu eftir björgun Guðbjargar.

Brim ætlar að greiða 30 milljarða króna, að frádregnum vaxtaberandi skuldum, fyrir Lýsi. Það er hundraðfalt virði fyrirtækisins þegar Guðbjörg keypti það árið 2008. Katrín og Gunnlaugur koma til með að fá nærri átta milljarða króna, samanlagt, greitt út í reiðufé og annað eins í hlutabréfum í Brimi, stærsta útgerðarfélagi landsins, …
Athugasemdir (3)