Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Heimilin fengu á sig hærri vexti og bankarnir hagnast meira

Arð­semi bank­anna af tekj­um hef­ur ekki ver­ið meiri í ára­tug. Nýj­ar töl­ur sýna hvernig bank­arn­ir taka meira til sín í gegn­um hærri vexti og verð­trygg­ingu.

Heimilin fengu á sig hærri vexti og bankarnir hagnast meira
Blikur á lofti Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands gaf út skýrslu sína í dag. Varað er við óvissu í heimsmálunum. Mynd: Seðlabanki Íslands

Stóru íslensku viðskiptabankarnir skila af sér meiri hagnaði en áður. Ein lykilástæðan er meiri vaxtatekjur þeirra af viðskiptum við almennning og fyrirtæki landsins og hærri vaxtamunur, en hann sýnir mismuninn á útlánsvöxtum og innlánsvöxtum bankanna. Þessar tekjur og þessi munur eru nú hærri en þau hafa verið síðasta áratuginn.

Hagnaður „kerfislega mikilvægu bankanna“, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka, jókst um 10,3 milljarða króna fyrstu sex mánuði ársins miðað við árið áður, samhliða því að hreinar vaxtatekjur jukust um 8,7 milljarða. Hagnaðurinn var samanlagt 47 milljarðar króna. Í nýrri skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands kemur fram að þessi aukni hagnaður sé að hluta rekjanlegur til aukinna vaxtatekna bankanna. 

Arðsemi eigin fjár kerfislega mikilvægu bankanna „af undirliggjandi rekstri, án einskiptisliða, var 14,2% fyrri hluta ársins 2025 samanborið við 12,4% á sama tímabili á síðasta ári,“ segir í skýrslunni um fjármálastöðugleika.

Lykilástæða meiri hagnaðar bankanna er að þeir innheimta hærri vexti heldur en þeir …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
1
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár