Stóru íslensku viðskiptabankarnir skila af sér meiri hagnaði en áður. Ein lykilástæðan er meiri vaxtatekjur þeirra af viðskiptum við almennning og fyrirtæki landsins og hærri vaxtamunur, en hann sýnir mismuninn á útlánsvöxtum og innlánsvöxtum bankanna. Þessar tekjur og þessi munur eru nú hærri en þau hafa verið síðasta áratuginn.
Hagnaður „kerfislega mikilvægu bankanna“, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka, jókst um 10,3 milljarða króna fyrstu sex mánuði ársins miðað við árið áður, samhliða því að hreinar vaxtatekjur jukust um 8,7 milljarða. Hagnaðurinn var samanlagt 47 milljarðar króna. Í nýrri skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands kemur fram að þessi aukni hagnaður sé að hluta rekjanlegur til aukinna vaxtatekna bankanna.
Arðsemi eigin fjár kerfislega mikilvægu bankanna „af undirliggjandi rekstri, án einskiptisliða, var 14,2% fyrri hluta ársins 2025 samanborið við 12,4% á sama tímabili á síðasta ári,“ segir í skýrslunni um fjármálastöðugleika.
Lykilástæða meiri hagnaðar bankanna er að þeir innheimta hærri vexti heldur en þeir …
Athugasemdir