Áútmánuðum ársins 244 var rómverskur her á þvælingi inni í miðri Mesópótamíu (Írak). Það er ekki ljóst hvað hann var að vilja þar, hvort þetta var markviss tilraun til að leggja undir höfuðborgir Persa á svæðinu milli Tígris og Efrat eða hvort ætlunin var fyrst og fremst að hrella Persa og koma þeim úr jafnvægissvo þeir réðust ekki inn á rómverskar lendur í heimshlutanum – Palestínu, Sýrland, Anatólíu (Tyrkland), Armeníu.
Eitthvað meira en lítið virðist hafa verið í húfi því ekki minni maður en sjálfur keisarinn fór með stjórn hersins, Gordíanus 3. Hann var reyndar aðeins 19 ára og enginn sérstakur bógur heldur voru það gamalreyndir herforingjar sem stjórnuðu hernum og í reynd – þótt öldungaráðið gamla í Rómaborg hafði enn einhver áhrif, stundum, ef til vill, kannski.
Kornungur keisari
Þótt burðugar heimildir skorti um árið 244 virðist ljóst að til orrustu Rómverja og Persa kom þar sem hét Misité. …
Athugasemdir