Arabinn sem varð Rómarkeisari

Á þriðju öld var allt bók­staf­lega í hers hönd­um í Róma­veldi. Keis­ar­ar komu og fóru, vald­arán voru tíð, upp­reisn­ir og laun­morð á þeim sem tóku sér keis­ar­a­nafn. Einn óvænt­asti mað­ur­inn sem þá náði æðstu völd­um var Fil­ipp­us Ar­abi.

Arabinn sem varð Rómarkeisari
Sá köflótti klútur sem hér hefur verið settur á styttu af Filippus Araba var reyndar ekki kominn í brúk á þriðju öld. Arabar notuðu að vísu þá þegar höfuðklúta til að skýla sér fyrir sól og sandi eyðimerkurinnar, en rauðköflótta mynstrið kom ekki til sögunnar fyrr en á að giska á 18. öld í fyrsta lagi. Mynd: Samsett

Áútmánuðum ársins 244 var rómverskur her á þvælingi inni í miðri Mesópótamíu (Írak). Það er ekki ljóst hvað hann var að vilja þar, hvort þetta var markviss tilraun til að leggja undir höfuðborgir Persa á svæðinu milli Tígris og Efrat eða hvort ætlunin var fyrst og fremst að hrella Persa og koma þeim úr jafnvægissvo þeir réðust ekki inn á rómverskar lendur í heimshlutanum – Palestínu, Sýrland, Anatólíu (Tyrkland), Armeníu.

Eitthvað meira en lítið virðist hafa verið í húfi því ekki minni maður en sjálfur keisarinn fór með stjórn hersins, Gordíanus 3. Hann var reyndar aðeins 19 ára og enginn sérstakur bógur heldur voru það gamalreyndir herforingjar sem stjórnuðu hernum og í reynd – þótt öldungaráðið gamla í Rómaborg hafði enn einhver áhrif, stundum, ef til vill, kannski.

Kornungur keisari

Þótt burðugar heimildir skorti um árið 244 virðist ljóst að til orrustu Rómverja og Persa kom þar sem hét Misité. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár