Ekkja Kirks: „Ég fyrirgef honum“

Á minn­ing­ar­at­höfn um Charlie Kirk sagð­ist eig­in­kona hans fyr­ir­gefa morð­ingj­an­um. Hún tí­und­aði hlut­verk eig­in­kvenna í kristi­legu sam­bandi. Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti var ekki í sama sátta­hug.

Ekkja Kirks: „Ég fyrirgef honum“
Erika Kirk Eiginkona hins myrta, kristna áhrifavalds Charlies Kirk hefur tekið við stjórn samtaka hans, Turning Point USA. Mynd: AFP

Á fjölmennri minningarathöfn um kristna íhaldsmanninn Charlie Kirk, sem myrtur var við rökræður með stúdentum í Utah í síðustu viku, kynnti eiginkona hans áform um mikla útþenslu samtaka hans, Turning Point USA, sem hún stýrir nú eftir fráfall eiginmannsins. 

Í tölu sinni í Glendale, Arizona, sagði ekkja Kirks, Erika, að hún fyrirgæfi morðingja hans, Tyler Robinson. Það gerði hún eftir að hafa lýst því að Charlie Kirk hefði reynt að ná til „týndra drengja vestursins“ sem væru „helteknir af beiskju, reiði og hatri“„Svarið við hatri er ekki hatur. Svarið er, samkvæmt ritningunni kærleikur og alltaf kærleikur. Kærleikur gagnvart óvinum okkar og kærleikur til þeirra sem ofsækja okkur.“

Hún sagði að morðinginn væri einn þessara drengja sem Kirk hefði viljað bjarga. „Ég fyrirgef honum,“ sagði hún og grét.

Sjálfur hafði morðingi Kirks, sem var 22 ára gamall mormóni úr fjölskyldu sem kýs Repúblikana, að hann hefði fengið „nóg af hatri“ Charlies Kirk, sem talaði reglulega gegn transfólki, fóstureyðingum og fleiri réttindamálum minnihlutahópa og kvenna.

Eiginkonan sé hjálpari 

Erika beindi orðum sínum að eiginmönnum um allan heim. Hún sagði að hlutverk eiginmannsins væri að leiða og að hann þyrfti að vera þess verður, taka upp „sanna karlmennsku“. „Leiðið þær,“ sagði hún. „Vertu andlegur leiðtogi heimilisins.“

Eiginkonan ættu á móti að vera verndarar og hvetjarar. „Hún er hjálpari þinn. Þið eruð eitt hold. Þið vinnið saman Guði til dýrðar.“

Undir lok tölu sinnar boðaði hún útþenslu samtakanna, sem þau hjónin stofnuðu saman, og bar hún fram ráðleggingar. „Mikilvægast af öllu: Veldu Krist.“

Donald TrumpSagðist í ræðu sinni hafa unnið stærsta kosningasigur í sögu Bandaríkjanna með hjálp Charlies Kirk, en í raunveruleikanum var sigurinn naumur.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt sömuleiðis ræðu. Hann lýsti mannkostum Charlies Kirk, en kvaðst ekki taka undir boðskap um kærleika. „Ég hata andstæðing minn,“ sagði hann og uppskar hlátur. Hann lýsti mótmælendum við viðburði Charlies Kirk sem undirróðursfólki á launum.

Trump hefur skilgreint laustengda andfasíska hópinn Antifa sem hryðjuverkasamtök og boðað hefndir gegn vinstri mönnum.

„Vonandi finnum við út gegnum dómsmálaráðuneytið hvaða fólk þetta er.“ Þá sagði hann „Antifa-hryðjuverkamenn“ hafa brotið rúður. „Ofbeldið kemur að miklu leyti frá vinstra fólki,“ bætti hann við.

Trump hélt fram ýmsum staðhæfingum um pólitíska andstæðinga sína og stöðu mála í Bandaríkjunum, meðal annars endurtók hann ásakanir um kosningasvindl í forsetakosningunum.

„Þeir svindluðu eins og hundar, en við náðum þeim.“

Hann sagði Kirk orðinn eilífan.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár