Efast að niðurfelling gjalda skili sér: „Ég treysti ekki olíufélögunum“

Þing­menn­irn­ir Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son og Vil­hjálm­ur Árna­son segj­ast ekki treysta olíu­fé­lög­un­um til að lækka verð sam­hliða hækk­un kíló­metra­gjalds.

Efast að niðurfelling gjalda skili sér: „Ég treysti ekki olíufélögunum“

Ragnar Þór Ingólfsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, treysta olíufélögunum ekki til þess að lækka olíuverð í samhliða hækkun kílómetragjaldsins. 

Þetta kom fram í máli þeirra í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, þar sem þingmennirnir tókust á um það hvort ríkisstjórnin vægi að fjölskyldum í landinu. 

Í þættinum voru gjöld á fjölskyldur til umræðu. Meðal annars kílómetragjaldið sem Vilhjálmur hefur gagnrýnt vegna þess sem hann segir að hækki kostnað fyrir fjölskyldur, einkum á landsbyggðinni, sem treysti á bíl til daglegra ferða.

Olíufélögin muni reyna að hirða mismuninn

Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2026 stefnir ríkisstjórnin að því að taka upp nýtt kílómetragjald á allar bifreiðar með tekjuhækkun af ökutækjum og eldsneyti um 7,5 milljarð króna. Það er í raun ekki ný hugmynd, því síðasti stjórnarmeirihluti boðaði það sama, og studdi Vilhjálmur þá breytinguna.

Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir hversu flókið og umfangsmikið verkefnið …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Skrítið, að treysta ekki olíufélögunum.
    0
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Ef þessi breyting skilar sér EKKI í samsvarandi lækkun á dæluverði eldsneytis eins og þingmennirnir hafa (réttilega í ljósi sögunnar) áhyggjur af, getum við neytendur þá treyst á liðsinni ríkisvaldsins við að knýja fram slíka lækkun eða tilsvarandi bætur frá olíufélögum? Mér finnst að þeirri spurningu verði að svara áður en breytingin nær fram að ganga.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár